Að kaupa til karnaðar sér ambátt

  • Guðrún Þórhallsdóttir Háskóli Íslands
karnaðr, kör, að kaupa ambátt frelsi, íslensk málsaga, orðsifjar, söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði

Útdráttur

Greinin fjallar um forníslenska stakyrðið karnaðr, sem er varðveitt í Konungsbók Grágásar, þar sem ráða verður merkingu þess og myndun af orðunum at maðr kaupi til karnaðar sér ambátt. Í 2. og 3. kafla er sagt frá hugmyndum fræðimanna um merkingu og uppruna orðsins karnaðr, m.a. framlagi Ásgeirs Blöndal Magnússonar í Íslenskri orðsifjabók. Í 4. og 5. kafla er fjallað um þá setningu Konungsbókar, sem geymir orðið karnaðr, og hún borin saman við þá lítt breyttu gerð sem varðveitt er í Staðarhólsbók. Þá verður dregin sú ályktun að það að kaupa til karnaðar sér ambátt hafi átt við það að leysa konu úr ánauð til að flytja hana inn á heimili sitt, en orðið karnaðr vísi ekki beint til kynlífs eins og margir hafa haldið fram. Í 6. kafla er lagt til að karnaðr hafi merkt ‘umönnun’, en nánustu skyldmenni þess séu físl. no. kǫr ‘ellihrumleiki’, gotn., fs. kara, fe. cearu ‘áhyggja, umhyggja’ og fhþ. kara ‘kveinstafir’ (< frgerm. *kar-ō < frie. no. *gor-eh2 (af frie. rótinni *ger- ‘hrópa, æpa, kvarta’).

Heimildir

Anna Agnarsdóttir og Ragnar Árnason. 1983. Þrælahald á þjóðveldisöld. Saga 21:5-26.

Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók Háskólans.

Bjorvand, Harald og Fredrik Otto Lindeman. 2000. Våre arveord. Etymologisk ordbok. Oslo: Novus forlag.

Björn Þorsteinsson. 1966. Ný íslandssaga. Þjóðveldisöld. Reykjavík: Heimskringla.

Cleasby, Richard og Gudbrand Vigfusson. 1874. An Icelandic-English Dictionary. Oxford: At the Clarendon Press.

de Vries, Jan. 1962. Altnordisches etymologisches Wörterbuch. Zweite verbesserte Auflage. Leiden: E.J. Brill.

Finnur Jónsson (útg.). 1900. Snorri Sturluson: Edda. Udgiven af Finnur Jónsson. København: Universitetsboghandler G.E.C. Gad.

Fritzner, Johan. 1886-96. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Kristiania: Den norske Forlagsforening.

Grágás. 1852. Grágás. lslændernes lovbog i fristatens tid, udgivet efter det kongelige Bibliotheks Haandskrift og oversat af Vilhjálmur Finsen, for det nordiske Literatur-Samfund. Förste Bind. Kjobenhavn: [Án útg.].

Grágás. 1879. Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 334 fol, Staðar- hólsbók. Udgivet af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. Kjøbenhavn: Gyldendalske Boghandel.

Grágás. 1883. Grágás. Stykker, somfindes i det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 351 fol., Skálholtsbók og en Række andre Haandskrifter, tilligemed et Ordregister til Grágás. [III.] Udgivet af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. Kjobenhavn: Gyldendalske Boghandel.

Guðrún Þórhallsdóttir. 1984. Forníslenzka viðskeytið -(n)aðr/-(n)uðr og forsaga þess. Ritgerð til B.A.-prófs í almennum málvísindum. Háskóla íslands.

Guðrún Þórhallsdóttir. 2010. Olcel. karlægr/kǫrlægr 'bedridden': u-umlaut and analogy in Old Norse. Fyrirlestur á The 29th East Coast Indo-European Conference, Cornell-háskóla, 19. júní 2010.

Gunnar Karlsson. 1986. Kenningin um fornt kvenfrelsi á Islandi. Saga 24:45-77.

Gunnar Karlsson o.fl. (útg.). 1992. Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning.

Haraldur Bernharðsson. 2009. röksemd og lögmál: Uppruni og orðmyndun. Fyrirlestur á málþinginu Orð af orði, málþingi um orð og orðsifjar helguðu aldarminningu Ásgeirs Blöndals Magnússonar, Þjóðarbókhlöðu, 7. nóvember 2009.

Holthausen, Ferdinand. 1948. Vergleichendes und etymologisches Wörterbuch des Altwestnordischen, Altnorwegisch-isländischen, einschließlich der Lehn- und Fremdwörter sowie der Eigennamen. Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht.

Hoops, Johannes. 1995. Reallexikon der Germanischen Altertumskunde. 2. Aufl. 9. Band. Berlin/New York: Walter de Gruyter.

Jochens, Jenny 1995. Women in Old Norse Society. Ithaca/London: Cornell University Press.

Kluge, Friedrich og Elmar Seebold. 1989. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 22. Auflage unter Mithilfe von Max Búrgisser und Bernd Gregor völlig neu bearbeitet von Elmar Seebold. Berlin/New York: Walter de Gruyter.

Kock, Ernst A. 1926. Notationes Norrœnæ. Anteckningar till Edda och skaldediktning. Sjunde delen. (Lunds Universitets Arsskrift. N.F. Avd.l. Bd 22. Nr 1.) Lund/Leipzig: C.W.K. Gleerup/Otto Harrassowitz.

Lex.poet.=Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over det norsk- islandske skjaldesprog. 1931. Oprindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. 2. udg. ved Finnur Jónsson. Kobenhavn: S.L. Mollers Bogtrykkeri.

Pokorny, Julius. 1959. Indogermanisches etymologisches Wörterbuch. I. Band. Bern/Stuttgart: Francke Verlag.

Stefán Karlsson. 2000. Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafinæli hans 2. desember 1998. Ritstjóri Guðvarður Már Gunnlaugsson. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Útgáfudagur
2020-08-07
Tegund
Ritrýndar greinar