Beyging orða með viðskeytunum -ing og -ung

Söguleg þróun

  • Margrét Jónsdóttir Háskóli Íslands
söguleg málvísindi, beygingarfræði, orðmyndun, áhrifsbreytingar

Útdráttur

Í greininni er rætt um beygingarsögu kvenkynsorða með viðskeytunum -ing og -ung, orða eins og t.d. sýning og lausung, og skýringa leitað á helstu einkennum hennar. Viðfangsefnið er skoðað í heimildum frá ýmsum tímum og í sögulegu og samtímalegu ljósi hvers tímabils.

Í fornu máli voru orð með viðskeytinu -ing yfirleitt endingarlaus í þolfalli en enduðu á -u í þágufalli. En dæmi um þolfallsendingu frá elstu tímum sýna að beygingin hefur þá þegar verið byrjuð að falla að beygingu langflestra annarra kvenkynsorða en þá voru þolfall og þágufall eintölu langoftast eins. Síðar varð sú beyging skyldubundin, með einni undantekningu þó. Enda þótt enn megi sjá dæmi um forna beygingu ing-orðanna er slík notkun nánast bundin við hátíðlegt mál eða formlegt.
Heimildum ber ekki saman um það hvort munur hafi verið á beygingu orða með viðskeytunum -ing og -ung í elsta máli. Á 16. öld er hann þó orðinn ljós og felst í því að ung-orðin eru endingarlaus í þolfalli og þágufalli. Flestar heimildir allt til þessa tíma styðja það. Ýmislegt í samtímamáli gæti þó bent til þess að munurinn væri að hverfa, að orð með viðskeytunum -ing og -ung gætu farið að beygjast eins.

Einn mikilsverðasti áhrifavaldur í beygingarsögu ing- og ung-orðanna er greinirinn. Telja verður að hann hafi skipt miklu máli við að endingin -u festist í sessi í þolfalli. Í heild sýna niðurstöðurnar að breytingar á beygingu áðurnefndra orða hafa aldrei verið tilviljanakenndar heldur hafa þær orðið vegna þeirra kerfislegu vensla sem máli skipta hverju sinni enda hefur stefna málsins verið sú að útrýma óreglu og koma á meira jafnvægi innan þess tiltekna kerfis sem um ræðir.

Heimildir

Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Kopenhagen: Ejnar Munksgaard.

Bauer, Laurie. 2001. Morphological Productivity. Cambridge: Cambridge Univeristy Press.

Biblían. Heilög ritning. 2007. Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag, JPV útgáfa. Sjá www.biblian.is

Björn K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Með viðauka um nýjungar í orðmyndum á 16. öld og síðar. Reykjavík: Fjelagsprentsmiðjan.

Blöndal, Sigfús og Ingeborg Stemann. 1959. Praktisk Lærebog i Islandsk Nutidssprog. Tredje Oplag. Kobenhavn: Ejnar Munksgaards Forlag.

Brinton, Laurel J. og Elizabeth Closs Traugott. 2005. Lexicalization and Language Change. Cambridge: Cambridge Univeristy Press.

de Buchwald, Balthazar Johann. 2006. Sá nýi yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun um yfirsetukvennakúnstina. Bragi Þorgrímur Ólafsson bjó til prentunar og ritar inngang. Hafnarfjörður: Söguspekingastifti.

Carstairs, Andrew. 1988. Nonconcatenative Inflection. í: Theoretical Morphology. Approaches in Modern Linguistics, bls. 71-77. San Diego: Academic Press, Inc.

Cleasby, Richard og Guðbrandur Vigfússon. 1874. lcelandic English Dictionary. Based on the Ms. collections of the late Richard Cleasby. Enlarged and completed by Gudbrand Vigfusson. Oxford: Clarendon Press

Collinge, N. E. 1985. iThe Laws of Indo-European. Philadelphia: John Benjamins, Amsterdam.

Eiríkur Rögnvaldsson. 1987. Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra. Morgunblaðið: 15. maí 1987. Heimasíða Eiríks Rögnvaldssonar: http://www.hi.is/~eirikur/

Finnur Jónsson. 1901. Det norsk-islandske skjaldesprog omtr. 800-1300. København: Udgivet af Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur.

Finnur Jónsson. 1905. Islandsk sproglære. Et omrids af det islandske sprogs formlære i nutiden. Kabenhavn: G. E. C. Gad.

Fischer, Olga og Anette Rosenbach. 2003. Introduction. í: Grammaticalization in English. Edited by Olga Fischer, Anette Rosenbach og Dieter Stein. Bls. 1-37. Philadelphia: John Benjamins.

Guðrún Kvaran. 1994. Inngangur. Bls. ix-xxix. Sjá Jón Árnason. 1994 (1738).

Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Halldór Halldórsson. 1950. Íslenzk málfræði handa æðri skólum. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja h.f.

Haspelmath, Martin. 2002. Understanding Morphology. Bernard Comrie og Greville Corbett (ed.): Understanding Language Series. London: Arnold.

Íslensk orðabök. 2002. Ritstjóri: Mörður Árnason. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Reykjavík: Edda.

Íslensk orðtíðnibók. 1991. Jörgen Pind ritstjóri, Friðrik Magnússon, Stefán Briem. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Jón Árnason. 1994 (1738). Nucleus latinitatis. Quó pleræqve Romani sermonis Voces, ex classicis Auctoribus aureæ argenteæqve ætatis, ordine Etymologico adductæ, & Interpretatione vernacula expositæ comprehenduntur. In usum Scholæ Schalholtinæ. Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Jón Friðjónsson. 1983. Íslensk beygingarfræði. Fjölrit. Reykjavík.

Jón G. Friðjónsson. 2006. íslenskt mál - 82. þáttur. Morgunblaðið 204. tbl. 94. árg., bls. 38.

Jón Helgason. 1999. Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla íslands.

Jón Hilmar Jónsson. 1984. lslandsk grammatikk for utlendinger. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jón Magnússon. 1997. Grammatica islandica. Íslenzk málfræði. Jón Axel Harðarson gaf út. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla íslands.

Jón Oddsson Hjaltalín. 2006. Fjórar sögur frá hendi Jóns Oddssonar Hjaltalín. M. J. Driscoll bjó til prentunar. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.

Kress, Bruno. 1982. Isländische Grammatik. Leipzig: VEB Verlag Enzyklopädie.

Kurylowicz, Jerzy 1945-1949. La nature des procés dits „analogiques". Acta Linguistica 5 :15-37.

Noreen, Adolf. 1923. Altisländische und altnorwegische Grammatik (Laut- und Flexionslehre). Vierte vollständig umgearbeitate Auflage. Halle (Saale): Verlag von Max Niemeyer.

Snorri Sturluson. 1931. Edda Snorra Sturlusonar. Udgivet efter håndskrifterne ... ved Finnur Jónsson. København: Gyldendal.

Stefán Einarsson. 1945. Icelandic. Grammar. Texts. Glossary Baltimore: The John Hopkins Press.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: http://www.arnastofnun.is/. Gagnasöfn: a) Beyging orða. b) Bæjatal. c) Ritmálssafn. d) Textasafn.

Valtýr Guðmundsson. 1922. Islandsk Grammatik. Islandsk Nutidssprog. Kobenhavn: H. Hagerup Forlag.

Wurzel, Wolfgang Ullrich. 1984. Flexionsmorphologie und Natürlichkeit. Ein Beitrag zur morphologischen Theoriebildung. Studia Grammatica XXI. Berlin: Akademie-Verlag.

http://www.althingi.is/altext/135/s/0894.html

http://www.arnastofnun.is

http://www.bb.is/Pages/26?NewslD=84491

http://www.biblian.is

http://www.skolavefurinn.is http://flugumadurinn.blogspot.com/2007/04/gertrude-und-teddi.html; síðast skoðað 31. október 2009.

thrymursveinsson.blog.is/blog/thrymursveinsson/entry/494845/ ; síðast skoðað 31. október 2009.

ÁÓlaGrúskl = Árni Óla. 1964. Grúsk. Greinar um þjóðleg fræði. I. Reykjavík. ísafold.

BBjSagn = Sagnakver. 1935. Útgefandi Björn Bjarnason frá Viðfirði. Reykjavík. Snæbjörn Jónsson.

BrBjarnVit = Brynjólfur Bjarnason. 1961. Vitund og verund. Reykjavík. Heimskringla.

BrTSkugg = Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1875. Skuggsjá og ráðgáta eða Hugmynd um Guðog verkhans, dregin af tilsvörun hins einstaka til hins gjörvalla. Reykjavík. Heimspekilegt kvæði.

EinOlgUppr = Einar Olgeirsson. 1978. Uppreisn alpýðu. Greinar frá árunum 1924-1939 og um þau ár. Reykjavík. Mál og menning.

GHagalRit II = Guðmundur Gíslason Hagalín. 1948. Ritsafn. II. bindi: Þrjár skáldsögur. Reykjavík. Kaldbakur.

SigEinLíð = Sigurður Einarsson. 1938. Líðandi stund. Reykjavík. Heimskringla.

(rosin) = Eco, Umberto. 1984. Nafn rósarinnar. Thor Vilhjálmsson þýddi. Reykjavík. Svart á hvítu.

(stri-93') = Strindberg, August. 1992. Leikrit. I. Einar Bragi þýddi. Reykjavík. Strindbergsútgáfan.

Útgáfudagur
2020-08-10
Tegund
Ritrýndar greinar