Málþróun og samfélagsbreytingar á síðari hluta 19. aldar

Málnotkun í fjölskyldubréfum

  • Ásta Svavarsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
tilbrigði í máli, máltengsl, málstöðlun, samfélagsbreytingar, fjölskyldubréf

Útdráttur

Í greininni er fjallað um áhrif þjóðfélagsbreytinga og annarra ytri þátta á málnotkun og málþróun á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu í ljósi rannsóknar á úrvali fjölskyldubréfa frá tímabilinu 1878–1905. Einkum er litið til mögulegra áhrifa af auknum félagslegum og landfræðilegum hreyfanleika, m.a. þéttbýlismyndun, og vaxandi og útbreiddari máltengsla, sérstaklega við dönsku. Einnig er horft til viðleitni til aukinnar málstöðlunar, einkanlega í ritmáli, og áhrifa hennar á málnotkun almennings.

Í bréfaúrvalinu sem var kjarni rannsóknarinnar eru 69 bréf skrifuð af tveimur bræðrum og þremur systrum, þar af einni hálfsystur. Innan hópsins eru bæði líkindi og andstæður: Allir bréfritararnir eru á svipuðum aldri og alsystkinin fjögur ólust upp saman og höfðu sama félagslega bakgrunn. Andstæður innan hópsins felast einkum í kyni, menntun (og ekki síst mennturnarmöguleikum) bræðra og systra, búsetu í þéttbýli (alsystkinin) eða dreifbýli (hálfsystir) og í mismunandi landshlutum og mismiklum tengslum einstakra bréfritara við önnur tungumál vegna menntunar, búsetu og hreyfanleika. Rannsóknin beindist að tveimur máleinkennum, sem bæði voru umrædd og tengjast málstöðlunar­viðleitni á umræddu tímabili: Annars vegar tilbrigðum í nútíð eintölu af sögninni hafa, þar sem sumir vildu nota eldri myndirnar (ég) hefi og (þú/hann) hefir og mæltu með þeim frekar en myndunum hef og hefur sem samkvæmt samtímalýsingum voru orðnar ráðandi á þessum tíma, jafnvel þótt skiptar skoðanir hafi verið á vali afbrigða. Hins vegar notkun aðkomuorða – sérstaklega nýlegra og/eða framandlegra orða – bæði m.t.t. umfangs þeirra í bréfum einstakra bréfritara og þess hvers konar orð þeir notuðu. Í því tilviki voru tveir andstæðir áhrifaþættir virkir á þessum tíma. Í málumræðu var almennt amast við erlendum mál­áhrifum og ætla má að það hafi unnið gegn notkun aðkomuorða, sérstaklega í rituðu máli, en aukin erlend samskipti og ýmiss konar nýjungar sem bárust frá útlöndum hafa aftur á móti ýtt undir erlend áhrif í málinu, ekki síst í þéttbýli.

Í greininni eru birtar niðurstöður úr rannsókninni á þessum tveimur atriðum í bréfaúrvalinu. Þær eru í sumum tilvikum bornar saman við frekari gögn frá sama skeiði, bæði önnur skrif sömu bréfritara og skrif annarra, til þess að fá skýrari mynd af þeim vísbendingum sem niðurstöðurnar gefa um samband málnotkunar og ýmissa málfélagslegra þátta, t.d. búsetu, kyns og menntunar einstaklinga, og um áhrif samfélagsbreytinga eins og vaxandi þéttbýlismyndunar og aukinna erlendra samskipta á mál og málnotkun.

Heimildir

Ari Páll Kristinsson. 2017. Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Atli Jóhannsson. 2015. Breytileiki og málstöðlun: viðhorf til valinna beygingartilbrigða í íslensku máli á 19. öld. MA-ritgerð við Háskóla Íslands, Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild. http://hdl.handle.net/1946/20364.

Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Ásta Svavarsdóttir. 2004. English borrowings in spoken and written Icelandic. Í: Anna Duszak og Urszula Okulska (ritstj.), Speaking from the Margin. Global English from a European Perspective, bls. 167–176. Frankfurt am Main: Peter Lang.

Ásta Svavarsdóttir. 2017. „annaðhvort með dönskum hala eða höfði, enn að öðru leiti íslenskt“. Um tengsl íslensku og dönsku á 19. öld og áhrif þeirra. Orð og tunga 19:41–76.

Bragi Þorgrímur Ólafsson (útg.). 2004. Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846–1904. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 7. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Elspass, Stephan. 2007. A twofold view ‘from below’: New perspectives on language histories and language historiographies. Í: Stephan Elspass, Nils Langer, Joachim Scharloth og Wim Vandenbussche (ritstj.), Germanic Language Histories ,from Below‘ (1700–2000), bls. 3−9. Berlín: Walter de Gruyter.

Elspass, Stephan. 2012. The Use of Private Letters and Diaries in Sociolinguistic Investigation. Í: Juan Manuel Hernández-Campoy, og Juan Camilo Conde-Silvestre (ritstj.), The Handbook of Historical Sociolinguistics, bls. 156–169. Malden/Oxford: Wiley–Blackwell.

Erla Hulda Halldórsdóttir. 2003. Af bréfaskriftum kvenna á 19. öld. Í: Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson (ritstj.), Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930, bls. 247–267. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan.

Finnur Jónsson. 1882. Um íslenzka tungu. Skuld 5(159):74–75 og 5(160):79–80.

Finnur Jónsson. 1914. Orðakver einkum til leiðbeiningar um rjettritun. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafjelag.

Finnur Jónsson. 1936. Ævisaga Finns Jónssonar eftir sjálfan hann. Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag.

Guðmundur Hálfdanarson. 1993. Íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld. Í: Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (ritstj.), Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–1990, bls. 9–58. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.

Guðrún Borgfjörð. 1947. Minningar. Útg.: Agnar Kl. Jónsson. Reykjavík: Hlaðbúð.

Halldór Kr. Friðriksson. 1861. Íslenzk málmyndalýsíng. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Haraldur Bernharðsson. 2017. Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar. Nokkur málfarsatriði í skáldsögunni Pilti og stúlku 1850 og 1867. Orð og tunga 19:77–127.

Heimir F. Viðarsson. 2019. Socio-Syntactic Variation and Change in Neneteenth-Century Icelandic. The Emergence and Implementation of a National Standard Language. Doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Reykjavík: Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Íslensk samheitaorðabók. 2012. Ritstjóri: Svavar Sigmundsson. 3. útg. Reykjavík: Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur.

Labov, William. 1994. Principles of linguistic change. I. Internal factors. Oxford: Blackwell.

Magnús Stephensen. 1820. Rædur Hjálmars á Bjargi fyrir Børnum sínum um Fremd, kosti og annmarka allra Stétta, og um Þeirra almennustu Gjøld og Tekjur. Viðey. (Rafræn gerð: https://baekur.is/bok/000255781.)

Rask, Erasmus Christian. 1818. Anvisning til Isländskan eller Nordiska Fornspråket. Stokkhólmur: A. Wiborg.

Sandersen, Vibeke. 2003. „Jeg skriver dig til for at lade dig vide“. Skrivefærdighed og skriftsprog hos menige danske soldater i treårskrigen 1848-50. I-II. Kaupmannahöfn: C.A. Reitzels forlag.

Sandersen, Vibeke. 2007. Writing ability and the written language of Danish private soldiers in the Three Year’s war (1848-50). Multilingua 26:247−278.

Scott, Michael. 2011. WordSmith Tools. Version 6. Liverpool: Lexical Analysis Software.

Selback, Bente og Helge Sandøy (ritstj.). 2007. Fire dagar i nordiske aviser. Ei jamføring av påverknaden i ordforrådet i sju språksamfunn. Oslo: Novus.

Sigrún Sigurðardóttir (útg.). 1999. Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 3. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Sögulegar hagtölur. 2017. Hagstofa Íslands: https://hagstofa.is/utgafur/sogulegar-hagtolur/.

van der Wal, Marijke, og Gijsbert Rutten. 2013. Ego-documents in a historicalsociolinguistics perspective. Í: M. van der Wal og G. Rutten (ritstj.), Touching the past. Studies in the historical sociolinguistics of ego-documents, bls. 1–17. Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing Company.

Winford, Donald. 2003. An Introduction to Contact Linguistics. Oxford: Blackwell.

Útgáfudagur
2021-07-01
Tegund
Ritrýndar greinar