Aðlögun aðkomuorða í tékknesku

íslensk nöfn

  • Marie Novotná Karlsháskóla í Prag

Útdráttur

Í greininni er veitt yfirlit yfir sögu tékkneskrar tungu og tékkneskrar málstýringar. Áhersla er lögð á að rekja sögu þess hvernig erlend orð, bæði tökuorð og sérnöfn, skila sér í tékkneskum textum. Málgerð tékknesku, sem er mikið beygingamál, veldur því að almennt er vandkvæðum bundið að laga tökuorð að málinu, óháð málstefnu.

Skipulögð málstýring í tékknesku er tiltölulega umfangsmikil og mikil áhersla er lögð á staðlaða stafsetningu. Alla 20. öldina komu út Tékkneskar réttritunarreglur (Pravidla českého pravopisu) og þar var fjallað var um ritun tökuorða og einnig erlendra sérnafna og örnefna.

Það er í því samhengi sem niðurstöður rannsókna minna, á sögu þess hvernig farið er með íslensk nöfn í tékknesku, eru kynntar.

Nú er að verða almennt viðtekið í þýðingum úr norrænu (forníslensku) yfir á tékknesku að upprunalegum myndum sé haldið og að tékkneskar beygingar bætist við stofna hinna norrænu orða, þ.e. án nefnifallsendinga þeirra.

Í þýðingum á íslenskum nútímabókmenntum yfir á tékknesku er aftur á móti ekki að sjá neina viðleitni til þess að samræma meðferð sérnafna. Eigi að síður má greina í þeim ákveðna sameiginlega þætti, þar á meðal að sleppa nefnifallsendingum nafna í karlkyni þar sem þau koma fyrir í aukaföllum í tékknesku þýðingunum en halda þeim hins vegar þar sem þau koma fyrir í nefnifalli í tékkneskunni. 

Heimildir

Akademická příručka českého jazyka. 2014. Prague: Academia.

Akademický slovník cizích slov. 1995. Prague: Academia.

Brus českého jazyka. 1877. Prague: Matice česká.

Cizí slova v českém jazyce. 1971. Prague: Ústav pro výzkum veřejného mínění.

Meyerstein, Zlata P. 1973. Language planning and lexical change in Czech through the Centuries. Pacifi c Coast Philology 8:42–44.

Neustupný, J.V. & Jiří Nekvapil. 2006. Language management in the Czech Republic. In: Robert B. Kaplan & Richard B. Baldauf Jr. (eds.). Language Planning and Policy in Europe, Vol. 2. The Czech Republic, The European Union and Northern Ireland, pp. 16–201. Clevedon/Buff alo/Toronto: Multilingual Matters.

Novotná, Marie & Jiří Starý. 2014. Rendering Old Norse Nouns and Names in Translation into West-Slavic Languages. Scripta Islandica 65:213–236.

Rules [of Czech spelling] 1902 = Gebauer, J. 1902. Pravidla hledící k českému pravopisu a tvarosloví s abecedním seznamem slov a tvarů. Prague: Císařský královský školní knihosklad.

Rules [of Czech spelling] 1913 = Pravidla českého pravopisu s abecedním seznamem slov a tvarů: jediné c.k. ministerstvem kultu a vyučování schválené vydání. 1913. Prague: Císařský královský školní knihosklad.

Rules [of Czech spelling] 1941 = Pravidla českého pravopisu s abecedním seznamem slov a tvarů. 1941. Prague: Školní nakladatelství pro Čechy a Moravu.

Rules [of Czech spelling] 1957 = Pravidla českého pravopisu. 1957. Prague: ČSAV.

Rules [of Czech spelling] 1993 = Pravidla českého pravopisu. 1993. Prague: Academia. Staroislandské ságy. 1965. Trans. L. Heger. Prague: SNKLU. Slovník spisovné češtiny pro školu a veřejnost. 1994. Prague: Academia.

VSČ 2 = Výslovnost spisovné češtiny 2. Výslovnost slov přejatých. Výslovnostní slovník. 1978. Prague: Academia.

Zeman, Jiří. 2000. Výslovnost a skloňování cizích osobních jmen v češtině 2 (Severská osobní jména). Prague: Gaudeamus.

Útgáfudagur
2016-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar