Beyging og merking orðsins hjalt

  • Katrín Axelsdóttir Háskóli Íslands
málbreytingar, áhrifsbreytingar, merkingarbreytingar, þýðingar, beygingarfræðileg virkni, orðagengi

Útdráttur

Orðið hjalt er nú einkum notað í fleirtölu. Í nútímamáli tíðkast tvær fleirtölumyndir í nf. og þf., hjölt(in) og hjöltu(n). Sú síðarnefnda er ekki nefnd í orðabókum en hefur þó verið komin upp þegar á 16. öld. Samkvæmt orðabókum merkir fleirtala orðsins hjalt ‘efra og fremra hjalt’ eða jafnvel (a.m.k. í fornu máli) ‘efra hjalt, fremra hjalt og meðalkafli’. Margir telja þó fleirtöluna aðeins vísa til fremra hjalts, þ.e. hlífarinnar milli brands og meðalkafla. Þarna hefur því orðið merkingarþrenging. Samanburður við merkingu enska orðsins hilt er forvitnilegur. Það virðist geta haft tvær merkingar, ‘meðalkafli’ og ‘efra hjalt, fremra hjalt og meðalkafli’. Hér er einnig um að ræða merkingarþróun en ekki þá sömu og varð í íslensku. Þýðing hins enska orðs getur verið vandasöm. Breytingin hjölt(in) → hjöltu(n), sem er áhrifsbreyting, er heldur óvænt; orð, sem tilheyrir stórum og stöðugum beygingarflokki (a-stofnum hvorugkynsorða, s.s. fjall), tekur að laga sig að beygingu lítils flokks (an-stofnum hvorugkynsorða, s.s. auga). Tvennt kann að hafa valdið þessari þróun: Annars vegar koma til greina áhrif frá orðinu hjarta en milli þess orðs og orðsins hjalt eru talsverð hljóðleg líkindi. Hins vegar koma til greina áhrif frá þeim orðum an-stofna sem oft vísa til pars í fleirtölu, þ.e. augaeyralunganýra og eista. Fleirtala orðsins hjaltgetur vísað til slíks, bæði í eldri og yngri merkingu.

Heimildir

Bandle, Oskar. 1956. Die Sprache der Guðbrandsbiblía. Bibliotheca Arna magnæana XVII. Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard.

Biblia. 1584. Hólum.

Biblían. 2007. http://biblian.is/Biblian/ (23. júní 2014).

BÍN = Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Ritstj. Kristín Bjarnadóttir. http://bin.arnastofnun.is/ (28. febrúar 2011).

Bybee, Joan L. og Carol Lynn Moder. 1983. Morphological classes as natural categories. Language 59:251–270.

Bybee, Joan L. og Dan I. Slobin. 1982. Rules and schemas in the development and use of the English past tense. Language 58:265–289.

Campbell, Lyle. 2004. Historical Linguistics. (2. útg.) Edinborg: Edinburgh University Press.

Chambers Dictionary of Etymology. 1988. Ritstj. Robert K. Barnhart. Edinborg: Chambers.

Cleasby, Richard og Gudbrand Vigfusson. 1874. An Icelandic-English Dictionary. Oxford.

DV. 2001. Heiti potturinn. 22. mars, bls. 6.

Edda. Die Lieder des Codex Regius. 1962. Útg. Hans Kuhn. Heidelberg: Carl Winter, Universitätsverlag.

Ensk-íslensk orðabók. 1984. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar ásamt fleirum. [Reykjavík]: Örn og Örlygur.

Fornaldar sögur Norðurlanda II. 1950. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan.

Friðrik Erlingsson. 1992. Benjamín dúfa. Reykjavík: Iðunn.

Fritzner, Johan. 1886–1896. Ordbog over Det gamle norske Sprog I–III. Kristiania.

Fritzner, Johan. 1972. Ordbog over Det gamle norske Sprog IV. Ósló: Universitetsforlaget.

Halldór Kiljan Laxness. 1943. Íslandsklukkan. Reykjavík: Helgafell.

Halldór Kiljan Laxness. 1952. Gerpla. Reykjavík: Helgafell.

Haspelmath, Martin og Andrea D. Sims. 2010. Understanding Morphology. (2. útg.) London: Hodder Education.

Hock, Hans Henrich og Brian D. Joseph. 1996. Language History, Language

Change, and Language Relationship. Berlín / New York: Mouton de Gruyter.

hváir. Síðasta orð Sesars 2. htt p://www.ljod.is/index.php/ljod/view_poem/14922 (23. júní 2014).

Íslensk orðabók. 2002. (3. útgáfa, aukin og endurbætt.) Ritstj. Mörður Árnason. Reykjavík: Edda.

Íslensk orðtíðnibók. 1991. Jörgen Pind (ritstj.), Friðrik Magnússon og Stefán Briem. [Reykjavík]: Orðabók Háskólans.

Jón Ólafsson. 1734–1779. Orðabókarhandrit. AM 433 fol. Uppskrift Jakobs Benediktssonar í eigu Orðabókar Háskóla Íslands (nú Orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum). Reykjavík.

Katrín Axelsdóttir. 2014. Sögur af orðum. Sex athuganir á beygingarþróun í íslensku. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Kristín Huld Sigurðardóttir. 2001. Ritfregn um Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi 2. útg. eftir Kristján Eldjárn. Saga 39:217–222.

Kristín Huld Sigurðardóttir. 2004. Haugfé. Gripir úr heiðnum gröfum. Í:

Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstj.). Hlutavelta tímans, bls. 64–75. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Lesbók Morgunblaðsins. 2004. Safnkosturinn varðveitt ur. 28. ágúst, bls. 8.

Margrét Jónsdóttir. 2007. „Hvernig niðurhel ég?“ Íslenskt mál 29:125–140.

Martin, George R.R. 2005. A Game of Thrones. New York: Bantam Books.

Martin, George R.R. 2012. Game of Thrones. Krúnuleikar. Elín Guðmundsdóttir þýddi. [Reykjavík]: Ugla.

OED = Oxford English Dictionary. http://www.oed.com/ (25. og 27. júní 2014).

ONP = Ordbog over det norrøne prosasprog. http://onp.ku.dk/ (25. júní 2014).

ROH = Ritmálssafn Orðabókar Háskóla Íslands (nú Orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum). Reykjavík.

Sigfús Blöndal. 1920–1924. Islandsk–dansk ordbog. Reykjavík.

Sigrún Ásta Jónsdóttir. 2005. Sverðið og sagan. Faxi 65 (3):13–14.

Simek, Rudolf og Hermann Pálsson. 1987. Lexikon der altnordischen Literatur. Stuttgart: Kröner.

The Oxford Dictionary of English Etymology. 1966. Ritstj. C.T. Onions. Oxford: Oxford University Press.

timarit.is. 2000–2014. htt p://timarit.is/ (23. júní 2014).

Webster’s Encyclopedic Unabridged Dictionary. 1994. New York: Gramercy books.

Wikipedia. Hilt. htt p://en.wikipedia.org/wiki/Hilt (26. júní 2014).

Wikipedia. Sverð. htt p://is.wikipedia.org/wiki/Sverð (23. júní 2014).

Þórbergur Þórðarson. 1945–1950. Æfi saga Árna prófasts Þórarinssonar I–IV. Reykjavík.

Útgáfudagur
2015-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar