Gullbrá og Menglöð

Ástargyðjan afskræmd?

  • Sigurður R. Helgason
nafnfræði, örnefni, fossar, Freyja, Gullbrá/Gullbrárfoss, Menglöð/Menglaðarfoss

Útdráttur

Greinin fjallar um örnefnin Gullbrárfoss og Menglaðarfoss og þjóðsögur sem þeim tengjast en þar segir frá tröllkonunum Gullbrá og Menglöðu sem búa í fossunum. Nöfnin Gullbrá og Menglöð eru talin falleg, öfugt við tröllseðli kvenvættanna tveggja. Menglöð sú er býr í Menglaðarfossi ber Freyjunafn og kallar það á nánari athugun. Enn fremur vekur forvitni að tveir Gullbrárfossar eru á sama svæði og gæti það sýnt að hið óvenjulega heiti Gullbrá hafi haft mikið vægi. Þjóðsögurnar benda til þess að Menglöð og Gullbrá hafi átt sér bjartara líf í fyrndinni. Í greininni eru sjálf nöfnin athuguð sérstaklega og einnig í ljósi þjóðsagnanna tveggja. Niðurstaðan er sú að bæði þessi nöfn tákni Freyju þar sem þau koma fyrir í örnefnunum tveimur, sem og í samsvarandi þjóðsögum. Hinar meintu birtingarmyndir Freyju eru í tröllslíki í þjóðsögunum og bendir það hugsanlega til afskræmingar, ef ekki djöfulgervingar, heiðinna goða eftir kristnitöku. Það er rætt nánar en sérstaklega er fjallað um Freyju á Íslandi í heiðnum sið. Niðurstaða greinarinnar er sú að Freyja birtist að öllum líkindum í dulargervi sem Gullbrá og Menglöð í örnefnunum og þjóðsögunum.

Heimildir

Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (útg.). 1961. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útgáfa. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga.

Bjarni Aðalbjarnarson (útg.). 1941. Íslenzk fornrit XXVI. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Bjarni Aðalbjarnarson (útg.). 1945. Íslenzk fornrit XXVII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Bjarni Einarsson (útg.). 1955. Munnmælasögur 17. aldar. Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn.

Bjarni Einarsson. 1982. Um Þormóð skáld og unnusturnar tvær. Gripla I:66–76.

Bjarni Vilhjálmsson (útg.). 1951. Vilmundar saga viðutan. Riddarasögur 6. Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan.

Einar Ól. Sveinsson (útg.). 1939. Íslenzk fornrit VIII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Einar Ól. Sveinsson. 1940. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Eiríkur Sigurðsson. 1976. Af sjónarhrauni. Hafnarfjörður: Skuggsjá.

Eliade, Mircea. 1996. Patterns in Comparative Religion. Lincoln/London: University of Nebraska Press.

Gísli Sigurðsson (útg.). 1999. Eddukvæði. Reykjavík: Mál og menning.

Guðni Jónsson (útg.). 1954. Eddukvæði. Síðari hluti. Akureyri: Íslendingasagna útgáfan.

Gullbraa, Albert. 2013. Munnlegar upplýsingar um Gullbraa, Eksingedal.

Heimir Pálsson (útg.). 2003. Snorra-Edda. Reykjavík: Mál og menning.

Ingunn Ásdísardóttir. 2007. Frigg og Freyja. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Jakob Benediktsson (útg.). 1968. Íslenzk fornrit I. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Jón Jóhannesson (útg.). 1950. Íslenzk fornrit XI. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson (ritstj.) 1947. Menglöð tröllkona. Gríma XXII:41.

Magnús Friðriksson. 1940. Hvammur í Dalasýslu. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 47:88–111.

Nasström, Britt-Mari. 1998. Freyja the Goddess with Many Names. Í: Billington, Sandra og Miranda Green (ritstj.). The Concept of the Goddess, bls. 68–77. London / New York: Routledge.

Nilsson, Martin. 1967. Geschichte der griechischen Religion, I. 3. útg. München: Verlag C. H. Beck.

Navneregister for Kart I 1:50.000 over Norge, Serie M711, Bind I. 1990. Rygh, O. 1910. Norske Gaardnavne. Ellevte bind. Kristiania: W.C. Fabritius og sønner a/s.

Sigfús Sigfússon (útg.). 1982. Íslenskar þjóðsögur og sagnir III. Ný útgáfa. Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga.

Sigurður Nordal (útg.). 1933. Íslenzk fornrit II. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Sigurður R. Helgason. 2013. Goðhólar á Íslandi. Handrit.

Sigurður R. Helgason. 2014. Helgi og átrúnaður tengdur steinum á Íslandi. Handrit.

Simek, Rudolf. 1993. Hugtök og heiti í norrænni goðafræði. Ritstj. Heimir Pálsson. Þýð. Ingunn Ásdísardóttir. Reykjavík: Heimskringla.

Svavar Sigmundsson. 2007. Örnefni mánaðarins. September 2007. www. arnastofnun. is/page/pistlar um örnefni og nöfn.

Svavar Sigmundsson. 2009. Átrúnaður og örnefni. Í: Nefningar, bls. 159–175. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson (útg.). 1991. Íslenzk fornrit XIII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.

Örnefnaskrá Álftaversafréttar, Álftavershreppi, Vestur-Skaftafellssýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Brunahvamms, Vopnafjarðarhreppi, Norður-Múlasýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Dalakálks, Mjóafjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Kolfreyju, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Kvísla, Bæjarhreppi, Strandasýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Munkaþverár, Öngulsstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnaskrá Sigmundarhúsa og Helgustaða, Helgustaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Útgáfudagur
2015-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar