Ættmæði og peysuperrar -- athugun á innsendum orðum á Nýyrðavefnum
DOI:
https://doi.org/10.33112/1xq8gj72Keywords:
nýyrði, íslenska, veforðabók, orðabókarfræðiAbstract
Greinin fjallar um Nýyrðavef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem er vettvangur þar sem notendur geta lagt fram ný orð sem þeir hafa tekið eftir í samfélaginu eða búið til sjálfir. Í greininni eru ástæður þess að nýyrði eru send inn skoðaðar, á hvaða merkingarsviðum þau eru og hvað einkennir innsend orð á vefnum. Þá er einnig fjallað um þá kosti og áskoranir sem fylgja því að halda úti nýyrðavef með virkri þátttöku almennings. Athugun leiddi í ljós að mikill meirihluti innsendra orða er myndaður af þeim sem senda þau inn og að nýyrði eru ekki aðeins búin til fyrir nýjungar sem ekki eiga sér heiti heldur einnig yfir gömul eða rótgróin fyrirbæri sem ýmist eiga sér eldra heiti eða ekki. Nýyrði sem lýsa nýjungum tengjast gjarna menningu, tækni og umhverfismálum. Mörg orð eru eins konar orðaleikir og oft eru orð yfir gömul fyrirbæri samheiti eldri orða og ekki virðist alltaf líklegt að þau nái fótfestu í málinu. Algengasta aðferðin við orðmyndun eru samsetning en þar á eftir er blöndun algengust.