Örnefni í Álfasögunni miklu
DOI:
https://doi.org/10.33112/f1bg8t42Lykilorð:
bókmenntaleg nafnfræði, örnefni, þjóðsögurÚtdráttur
Greinin fjallar um örnefni í Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal, sem skrifuð var um aldamótin 1800 og er af ýmsum talin elsta skáldsaga í nútímaskilningi á íslensku. Athugun á örnefnum í sögunni bendir til heimaslóða höfundar sem voru Skaginn á Norðurlandi. Mörg örnefnin eru þekkt úr rituðum heimildum, eða um fjórir fimmtu þeirra, en um fimmtungur er ekki þekktur nú hvort sem þau hafa verið til eða höfundur búið þau til.