Are Oranges Yellow? Appelsínugulur as a Basic Color Term in Icelandic
Útdráttur
Brent Berlin og Paul Kay halda því fram í Basic Color Terms (1969) að grundvallarorð yfir liti (svartur, hvítur, rauður, grænn, gulur, blár, brúnn, fjólublár, appelsínugulur, grár) séu tekin inn í tungumál eftir ákveðinni reglu í sjö þrepum. Kirsten Wolf (2006; 2010) hefur haldið því fram að nútímaíslenska sé á þrepi VII og hafi einungis níu grundvallarorð yfir liti og vanti því grundvallarorð fyrir ‘purple’ (fjólublár) og ‘orange’ (appelsínugulur). Þessi grein gefur yfirlit yfir þróun hugtakanna sem notuð hafa verið í íslensku fyrir appelsínuávöxtinn og appelsínugula litinn. Rannsakaðar eru ástæður þess að Íslendingar tóku ekki grundvallarorðið ‘orange’ upp í mál sitt eins og önnur norræn tungumál, en völdu í staðinn að nota samsett orð tengt gula litnum (appelsínugulur). Höfundurinn heldur því ennfremur fram að þó að appelsínugulur hafi einu sinni verið skynjaður sem afrigði af gulu hafi orðið náð sálfræðilega sjálfstæðri stöðu í málinu (‘psychologically salient’ á ensku) og ætti því að vera talið sem grundvallarlitarorð þó svo að það sé samsett . Því ætti nútímaíslenska að teljast vera á þrepi VII með að minnsta kosti tíu grundvallarlitarorð: svartur, hvítur, rauður, grænn, gulur, blár, brúnn, grár, bleikur og appelsínugulur.