Tilkynningar

  • Greinakall

    2019-08-16

    Frestur til að skila greinarhandritum í 24. hefti Orðs og tungu (2022) er til 1. september 2021.  Orð og tunga er ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega. Birtar eru fræðilegar greinar, á íslensku, ensku og norrænum málum, sem lúta að málfræði og málnotkun en sérstök áhersla er lögð á greinar um orðfræði, orðabókafræði, nafnfræði, íðorðafræði og málræktarfræði.  

    Hámarkslengd greina er 8.000 orð. Upplýsingar um skil á handritum, frágang o.s.frv. er að finna á vefsíðu tímaritsins (ordogtunga.arnastofnun.is > til höfunda). Á síðunni má einnig finna efnisyfirlit og útdrætti eldri árganga.  

    Með því að senda inn handrit lýsir væntanlegur höfundur sig samþykkan því fyrirkomulagi að greinin verði birt samtímis á prenti og í rafrænni gerð.  

    Vinsamlegast hafið samband við ritstjóra ef fleiri spurningar vakna. 

     

    Ellert Þór Jóhannsson og Helga Hilmisdóttir, ritstjórar 

    ordogtunga@arnastofnun.is 

    Lesa meira um Greinakall