Að fanga orðaforðann: orðanet í þágu orðabókar

Höfundar

  • Jón Hilmar Jónsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands Höfundur

Útdráttur

Í greininni er lýst orðabókarverkefninu Íslenskt orðanet sem miðar að því að skipa íslenskum orðaforða, jafnt stökum orðum og merkingarbærum orðasamböndum, í samfellda heild, þar sem merkingarskylt orðafar tengist saman og myndar merkingarflokka af mismunandi tagi. Efniviður greiningarinnar er að meginhluta sóttur til yfirgripsmikillar lýsingar á íslenskum orðasamböndum í þremur orðabókarverkum auk efnis úr stóru safni íslenskra blaðatexta. Gerð orðanetsins einkennist af merkingarlegri einræðingu og aðild fleiryrtra flettna (merkingarbærra orðasambanda) að flettulistanum. Fleiryrtar flettur eru markaðar málfræðilega, svo að hægt er að viðhafa málfræðilega röðun og ná fram samspili merkingarlegra og málfræðilegra þátta. Orðanetið sameinar hlutverk samheita- og hugtakaorðabókar, og sérstök áhersla er lögð á að meta merkingarlega nálægð samheita og annarra skyldra orða á grundvelli hliðskipaðra orðasambanda (orðapara). Afrakstur greiningarinnar er birtur í opnum aðgangi á vefsíðunni www.ordanet.is.

Niðurhal

Útgefið

2020-07-16

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar