Var Leifur heppni lánsamur eða frækinn?
Útdráttur
Í þessari grein veltir höfundur fyrir sér merkingu orðsins heppinn í forníslensku og hvernig megi skýra viðurnefni Leifs heppna. Með því að líta til færeysku eru færð fyrir því rök að orðið hafi, fyrir utan að þýða 'lánsamur', haft merkinguna 'frækinn'.