Risamálheildin
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.21.9Útdráttur
Í maí 2018 var ný textamálheild, Risamálheildin, opnuð á vefnum málheildir.árnastofnun.is. Risamálheildin er leitarbær í leitarvél sem er sérsmíðuð fyrir málheildir og aðlöguð að íslenskum textum en einnig er hægt að sækja alla textana sem í henni eru, markaða og lemmaða, til nota við þróun á máltæknibúnaði eða í rannsóknir. Fyrsta útgáfa málheildarinnar inniheldur yfir 1200 milljón lesmálsorð í textum úr ýmsum áttum. Stefnt er að því að gefa út nýja útgáfu málheildarinnar árlega, þar sem fleiri textum hefur verið bætt við og hún mörkuð og lemmuð með nýjustu aðferðum.