Þegar manni verður orða vant! eða Orðlausar orðabækur

Höfundar

  • Gauti Kristmannsson Háskóli Íslands Höfundur

Útdráttur

Markmið greinarinnar er að ræða um orðabók sem margir íslenskir þýðendur hafa notað um langt skeið. Þetta er Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi sem var fyrst gefin út 1984 af bókaútgáfunni Örn og Örlygur og hefur síðan komið út í fjórum útgáfum 1985, 1986, 1987 og 1991. Höfundur leggur til að bókin sé ekki einungis "lesin'' sem það faglega verkfæri sem hún vissulega er, heldur einnig sem menningarlegt fyrirbæri. Með því er átt við að verkið sé skoðuð m.t.t. þess hvernig það endurspeglar afstöðu málnotenda til íslenskrar tungu og til ensku. Auk þess veltir höfundur fyrir sér mikilvægi verksins sem menningarlegrar afurðar íslensks samfélags.  

Niðurhal

Útgefið

2020-07-23

Tölublað

Kafli

Smágreinar