Ummyndanir klassískra orðasafna í rafrænum spunavélum samtímis

  • Gottskálk Jensson Háskóli Íslands
klassískar orðabækur, klassískir textar, textafræði, íslenska, tölvuvinnsla í hugvísindum

Útdráttur

Flest forngrísk og latnesk orðasöfn, ásamt útgáfum á klassískum textum, eru enn fullgild fræðirit meira en 70 árum eftir útgáfu þeirra. Þetta gefur fræðimönnum sem fást við klassísk fræði ákveðið forskot þegar kemur að því að nýta nýja tækni í vél- og hugbúnaði til þess að umbreyta þessum gamla prentaða efniviði, sem þrátt fyrir aldur er ekki úreltur, í rafræn textasöfn til nota við rannsóknir. Þeir þurfa heldur ekki að hafa áhyggur af höfundarrétti og þeim aukatilkostnaði sem réttindamál geta skapað. Svo þverstæðukennt sem það getur virst hefur um áratugaskeið ríkt mikil framsækni í tölvuvæðingu forngrískra og latneskra texta, sérstaklega í norðuramerískum háskólum.  Í þessari grein er lýst mikilvægustu vefsvæðum klassískra fræða (The Perseus Project og TLG), fjallað allítarlega um fræðilegar afleiðingar nýrrar tækni, sýnt hvaða möguleikar skapast í rannsóknum við samtengingu texta og orðasafna og velt upp hugmyndum um hugsanleg framtíðarverkefni sem varða íslenskar bókmenntir á latínu.

Útgáfudagur
2020-07-23
Tegund
Smágreinar