Argument Structure - For Mental Dictionaries Only?

  • Matthew Whelpton Háskóli Íslands
rökliðagerð, merkingarfræðilegur skilningur, merkingarfræðilegur rammi, merkingarfræði

Útdráttur

Greinin fjallar um stöðu rökliðagerðar (snertiflatar setningar- og merkingarfræði) í þróun orðabóka af ýmsum gerðum. Byrjað er á því að bera það gjörólíka viðhorf til merkingar og setningafræði sem kemur fram í eldri orðabókum og í fyrstu ritum málkunnáttufræðinga (generatífista). Síðan er talað um vaxandi skörun þessara tveggja sviða og möguleika á frjórri samvinnu milli orðabókafræði og málvísinda, með hliðsjón af kenningum Beth Levin á sviði málkunnáttufræði, af vinnu við gerð orðasafnslegra málheilda innan WordNet verkefnisins og af vinnu Fillmore á sviði hugrænna (kognitífra) málvísinda innan FrameNet-verkefnisins. Niðurstaðan er sú að aldrei hafa möguleik- arnir á samvinnu orðabókafræði og hinna ýmsu málvísindastefna til skýringa á rökliðagerð verið meiri.

Útgáfudagur
2020-07-29
Tegund
Smágreinar