Hallgrímur Scheving og tökuorðin
Útdráttur
Í greininni er fjallað um handritið Lbs. ÍB 359 4to en þar er m.a. að finna uppskrift Magnúsar Grímssonar á aðkomuorðalista Hallgríms Schevings, kennara í Bessastaðaskóla, sem hann nefndi Florilegium, eiginlega ‘blómasafn’ en mætti kalla ‘dæmasafn’ eða ‘samtíning’. Fyrst voru birt nokkur dæmi um hugsanlega frágengnar greinar úr bókstafnum s sem líklegast sýna hvað Hallgrímur hafði í huga við söfnun sína. Síðan voru orðin sem hefjast á d og g borin saman við orðabók Björns Halldórssonar (1814/1992) og Íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989). Í lokakafla eru niðurstöðurnar dregnar saman.