Ásgeir, Orðsifjabókin og endurútgáfa Íslenskrar orðabókar 1983

Höfundar

  • Mörður Árnason Alþingi Höfundur

Útdráttur

Athuguð er syrpa 17 orða og orðhópa til að átta sig betur á tengslum Orðsifjabókar Ásgeirs Blöndal Magnússonar og þáttar hans við endurskoðun Íslenskrar orðabókar 1983. Borin er saman merkingarskýring orðanna í bókunum tveimur, mynd þeirra og afbrigði, og leiðbeining bókanna um aldur, útbreiðslu og málsnið. Þá eru kannaðar sem unnt er heimildir orðabókarhöfundanna, og birtur ýmis aukalegur fróðleikur um orðin. Samanburðurinn sýnir náin tengsl orðabókanna á sviði fágætra orða og mállýskuorða. Ásgeir hefur miðlað af drögum sínum að Orðsifjabókinni við endurskoðun Íslenskrar orðabókar, en umtalsverður munur á skýringum og frágangi uppflettiorða leiðir til þeirrar niðurstöðu að verk Ásgeirs við bækurnar standi á sameiginlegri rót, sem hafi eflst eftir að störfum lauk við Íslenska orðabók.

Útgefið

2020-08-07

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar