Um íslenska örnefnastýringu

  • Ari Páll Kristinsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
örnefni, bæjanöfn, málræktarfræði, örnefnastýring, örnefnanefnd

Útdráttur

Hugtakið örnefnastýring, sem kemur fyrir í titli greinarinnar, er hluti af hugtakakerfi málræktarfræðinnar. Átt er við sýnileg og meðvituð afskipti af örnefnum í tilteknu málsamfélagi. Þar koma ýmsir opinberir aðilar við sögu. Í greininni er einkum fjallað um starfsemi örnefnanefndar og lög og reglur um býlanöfn á Íslandi. Svo virðist sem tilkynningar fólks um ný bæjanöfn fylgi að verulegu leyti fornum nafngiftavenjum. Íslensk löggjöf hamlar mjög gegn breytingum á eldri bæjanöfnum og í greininni er meðal annars greint frá nafnbreytingaróskum sem var hafnað. Þar birtist á vissan hátt kjarni opinberrar örnefnastýringar þar sem almannahagsmunir togast á við einkahagsmuni; annars vegar er litið á örnefnaforðann í landinu sem menningarlega sameign sem beri að vernda og hins vegar er krafa eigenda um full yfirráð yfir eignum sínum, þar á meðal nöfnum þeirra.

Útgáfudagur
2020-08-10
Tegund
Ritrýndar greinar