Öllum götum skal nafn gefa
Útdráttur
Í greininni er rætt um götunöfn frá ýmsum hliðum og er skipan efnis kynnt í fyrsta kafla. Í öðrum kafla eru skoðuð lög þar sem minnst er á götunöfn (nr. 73 frá 1977 og nr. 35 frá 1953) og reglugerð nr. 136 um störf örnefnanefndar (place name committee). Í þriðja kafla eru nefnd dæmi um hvernig staðið er að vali nafni. Ýmist eru einstaklingar eða hópar beðnir um tillögur, stundum eru skipaðar sérstakar nefndir og í enn öðrum tilvikum sjá byggingarnefndir bæjarfélaga um af móta tillögur um nöfn. Í fjórða kafla er rætt um Reykjavík sérstaklega, elstu nöfn þar og nafnanefndir og í fimmta kafla er sagt frá starfshópi Reykjavíkurborgar og tillögum hans um götunöfn á nýjum svæðum. Næstsíðasti kafli greinarinnar er um viðliði (suffixes) götunafna í Reykjavík og nágrenni sem í mars 2009 voru 107. Af þeim má sjá að hefð er fyrir því í götunöfnum að líta til umhverfisins um val á viðliðum. Í lokakafla er efnið dregið saman.
Heimildir
Jón Karl Helgason. 1998. Hetjan og höfundurinn. Reykjavík: Heimskringla.
Ólafur H. Torfason. 1986. Maður er svolítið Iéttlyndur. í: Heima er bezt. 4. tbl., 36:136-144.
PL sjá Páll Líndal.
Páll Líndal. 1986-1989. Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur.
Símaskráin. 2008. Reykjavík: Já.
Þórhallur Vilmundarson. 1997. Om islandske gadenavne. I: Vikebe Dalberg og Bent Jørgensen (red.). Byens navne. Stednavne i urbaniserede områder. Rapport fra NORNAs 24. Symposium i København 25.-27. april 1996, bls. 171-184. Uppsala: NORNA-Förlaget.
##submission.copyrightStatement##
##submission.license.cc.by-nc-sa4.footer##