Óformleg örnefni í Reykjavík

  • Hallgrímur J. Ásmundason Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
örnefni, óformleg örnefni

Útdráttur

Þessi grein fjallar um óformleg örnefni í Reykjavík. Rætt er um mun á formlegum og óformlegum nöfnum og bent á að örnefni geta átt sér óformlegar hliðar rétt eins og mannanöfn, einskonar uppnefni. Farið er yfir óformleg örnefni í Reykjavík á 19. og 20. öld og samanburður gerður við eldri tíma. Óformlegum örnefnum er skipt upp í 7 flokka og eðli hver þeirra rætt stuttlega. Fjallað er um vandamál við heimildir og hvernig óformleg örnefni hafa tilhneigingu til að hverfa án þess að komast nokkurn tíma á prent.

Útgáfudagur
2020-08-10
Tegund
Ritrýndar greinar