Annarleg sprek á ókunnugri strönd. Tökuorð í íslensku fyrr og nú

  • Ásta Svavarsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
  • Veturliði Óskarsson Kennaraháskóli Íslands
íslenskur orðaforði, tökuorð úr miðlágþýsku, tökuorð úr ensku, erlend áhrif

Útdráttur

Tökuorð í íslensku eru tiltölulega fá miðað við mörg önnur tungumál en eigi að síður hafa erlend áhrif sett mark á íslenskan orðaforða. Í greininni er fjallað um tökuorð í íslensku með dæmum frá tveimur tímaskeiðum í íslenskri málsögu. Hið fyrra er 14. og 15. öld sem einkenndust af miðlágþýskum áhrifum í Norður-Evrópu, þ. á m. á Íslandi þótt þar væru áhrifin hvorki jafnmikil né djúpstæð og í skandínavísku málunum. Í íslenskum fornbréfum fram til um 1500 má finna hátt í 3.000 dæmi um 500–600 mismunandi orð af miðlágþýskum uppruna. Um rúman helming þeirra er einungis eitt eða tvö dæmi í fornbréfunum og tiltölulega lítill hluti þeirra hefur haldist sem lifandi hluti orðaforðans. Hið síðara er nútíminn, fyrst og fremst mál 20. aldar þegar tökuorð koma fyrst einkum úr dönsku og síðar úr ensku. Nýlegar rannsóknir á íslenskum textum af ýmsu tagi, bæði talmáli og ritmáli, hafa sýnt að í þeim er hlutfall nýlegra orða af erlendum uppruna lágt (vel innan við 0,5% lesmálsorða að meðaltali) en jafnframt að hlutfall þeirra er talsvert breytilegt eftir eðli textans og málaðstæðum auk þess sem ljóst er að ungt fólk notar meira af aðkomuorðum en þeir sem eldri eru. Um mörg orðanna sem fyrir koma í textunum er einungis eitt dæmi og leiða má líkur að því að a.m.k. sum þeirra sem eru lítt löguð að íslensku málkerfi hafi verið notuð sem erlend orð þótt í íslensku samhengi sé. Önnur aðkomuorð koma oftar fyrir og mörg orð hafa verið löguð að íslenskum framburði, rithætti og beygingarkerfi.   Þótt sjónum sé einkum beint að umfangi orða af erlendri rót sem koma fyrir í íslenskum textum á umræddum tímabilum, fjölda þeirra, útbreiðslu og tíðni, er einnig vikið lítillega að einkennum orðanna og þróun þeirra í málinu. Auk þess er nokkuð fjallað almennt um erlend máláhrif og helstu forsendur þeirra, þ.e.a.s. ytri aðstæður í málsamfélaginu, kunnáttu í erlendu tungumáli og útbreiðslu hennar, svo og nýjungar sem gjarnan fylgja tengslum við önnur samfélög og kalla á ný hugtök í málinu.

Heimildir

Ásta Svavarsdóttir. 2004a. English borrowings in spoken and written Icelandic. í: Anna Duszak og Urszula Okulska (ritstj.). Speaking from the Margin. Global English from a European Perspective, bls. 167-176. Frankfurt am Main: Peter Lang.

Ásta Svavarsdóttir. 2004b. English in Icelandic. A Comparison between generations. Nordic Journal of English Studies No. 2, Volume 3:153-165.

Birna Arnbjörnsdóttir. 2006. North American Icelandic. The life of a language. Manitoba: University of Manitoba Press.

Braunmuller, Kurt. 1998. Sprogkontakt i Hansetiden — en sammenfattende oversigt over Hamborg-projektet. í: Ernst Håkon Jahr (ritstj.). Språkkontakt i Norden i middelalderen, særlig i Hansatiden, bls. 17- 31. Skrift nr. 1 fra prosjektet Språkhistoriske prinsipper for lånord i nordiske språk. (Nord 1998:4). København: Nordisk Ministerråd.

DI = Diplomatarium Islandicum. íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn 1-16. Kaupmannahöfn [1-5] & Reykjavík [5-16] 1857-1972.

Einar G. Pétursson (útg.). 1976. Miðaldaævintýri þýdd úr ensku. Rit 11. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.

Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. Orðstöðulykill íslendingasagna. Skáldskaparmál 1:54-61.

Guðrún Kvaran. 2001. Nokkur dönsk aðkomu- og tökuorð í heimilishaldi. Íslenskt mál og almenn málfræði 23:275-289.

Guðrún Kvaran og Ásta Svavarsdóttir. 2002. Icelandic. í: Manfred Görlach (ritstj.). English in Europe, bls. 82-107. Oxford: Oxford University Press.

Hanna Óladóttir. 2005. Pizza eða flatbaka? Viðhorf 24 íslendinga til erlendra máláhrifa í ísiensku. Óútgefin ritgerð til MA-prófs við hugvísindadeild Háskóla íslands.

Hanna Óladóttir. 2007. „Ég þarf engin fornrit til að vita að ég er íslendingur, ég vil samt tala íslensku". Um viðhorf íslendinga til eigin tungumáls. Ritið 1 /2007:107-130.

Haugen, Einar. 1972 (1950). The Analysis of Linguistic Borrowing. í: Anwar S. Dil (ritstj.). The Ecology of Language. Essays by Einar Haugen, bls. 79-109. Stanford, Caíifornia: Stanford University Press.

IslDipl = Stefán Karlsson (útg.). 1963. Islandske originaldiplomer indtil 1450. Tekst. Editiones Arnamagnæanæ, Series A, vol. 7. København: Munksgaard.

Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa. Ritstjóri Mörður Árnason. Reykjavík: Edda.

Jahr, Ernst Håkon. 1997. Nye perspektiv på språkkontakten mellom lågtysk og nordisk i seinmellomalderen, og om en fotnote om blandingsspråk som gav opphav til en »detektivhistorie«. í: Patrik Åström (ritstj.). Studier i svensk språkhistoria 4. Förhandlingar vid Fj¨arde sammankomsten för svenska språkets historia, Stockholm 1-3 november 1995, bls. 9-19. Meddelanden från Institutionen för nordiska språk vid Stockholms universitet (MESTS) 44. Stockholm.

Jakob Benediktsson. 1987. Lærdómslistir. Afmælisrit 20. júlí 1987. Reykjavík: Mál og menning / Stofnun Árna Magnússonar.

Jorgensen, Peter A. (útg.). 1970. Ten Icelandic Exempla and Their Middle English Source. Opuscula IV (Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XXX), bls. 177-207. Kobenhavn: Munksgaard.

Kristján Árnason. 2005. íslenska og enska: Vísir að greiningu á málvistkerfi. Ritið 2/2005:99-140.

Menntamálaráðuneytið. 2001. Tungnmálakönnun ágúst 2001. Price Waterhouse Coopers. (bella.mrn.stjr.is/utgafur/Menntskyrsla.pdf; sótt 29. nóvember 2007.)

Myers-Scotton, Carol. 2002. Contact Linguistics. Bilingual Encounters and Grammatical Outcomes. Oxford: Oxford University Press.

Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson. 1982. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Reykjavík: Svart á hvítu.

Pétur Gunnarsson. 2007. ÞÞ í fátæktarlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar. Reykjavík: JPV útgáfa.

Selback, Bente, og Helge Sandoy (ritstj.). 2007. Fire dagar i nordiske aviser. Ei jamføring av påverknaden i ordforrådet i sju språksamfunn. Oslo: Novus forlag.

Steinunn Einarsdóttir. 2001. Þegar íslendingar fóru að læra ensku. Málfríður 17(1):20-31.

Trudgill, Peter. 2000. On locating the boundary between language contact and dialect contact: Low German and continental Scandinavian. í: Ernst Hákon Jahr (ritstj.). Språkkontakt — Innverknaden frå nedertysk på andre nordeuropeiska språk, bls. 71-85. Skrift nr. 2 frå prosjektet Språkhistoriske prinsipp for lånord i nordiske språk. (Nord 2000:19). København: Nordisk Ministerråd.

Veturliði Óskarsson. 1997. Sem lágvært bárugjálfur við íslands strönd. í: Úlfar Bragason (ritstj.). Íslensk málsaga og textafræði, bls. 132-143. Rit Stofnunar Sigurðar Nordals 3. Reykjavík.

Veturliði Óskarsson. 2003. Middelnedertyske låneord i islandsk diplomsprog frem til år 1500. Bibliotheca Arnamagnæana, Vol. XLIII. Kobenhavn: C.A. Reitzels Forlag.

Veturliði Óskarsson. 2005. Altsächsisch oder Mittelniederdeutsch? Zur Frage nach der Herkunft einiger alter Lehnwörter im Isländischen. I: Lennart Elmevik, Stefan Mähl & Kurt Erich Schöndorf (ritstj.). Niederdeutsch in Skandinavien V und VI, bls. 43-57. Osloer Beiträge zur Germanistik 36. Frankfurt am Main: Peter Lang.

Vésteinn Ólason. 1982. The Traditional Ballads of lceland. Historical Studies. Rit 22. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.

Útgáfudagur
2020-08-15
Tegund
Ritrýndar greinar