Enginn lifir orðalaust. Fáein atriði úr sögu íslensks orðaforða

Höfundar

  • Guðrún Kvaran Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Höfundur

Útdráttur

Í greininni er rætt um íslenskan orðaforða frá sögulegu sjónarhorni og dæmi eru sýnd frá áhugaverðustu tímabilum þróunarinnar. Að inngangi loknum er byrjað á því að skýra muninn á tveimur gerðum tökuorða, þeirra sem eru fyllilega aðlöguð og orðin hluti íslensks orðaforða og þeirra sem litið er á sem aðkomuorð sem ekki falla að málkerfinu. Í þriðja kafla er rætt um tímabilið frá landnámi á 9. öld til siðskipta um miðja 16. öld með dæmum um orð úr rituðu máli sem skýra utanaðkomandi áhrif á þann orðaforða sem landnámsmenn fluttu með sér. Fjórði kafli fjallar um tímabilið frá siðskiptum og fram að svokallaðri hreintungustefnu. Á fyrri hluta þessa tímabils höfðu kirkjan og kirkjulegar bókmenntir veruleg áhrif á orðaforðann. Mikilvægur þáttur var að snemma á 16. öld hófu menn að prenta bækur. Fyrsta prentsmiðjan hérlendis var í eigu Hólastóls og þar voru fyrst og frest prentaðar kirkjulegar bókmenntir í þýðingum. Í fimmta kafla er fyrst sagt frá áhrifum upplýsingastefnunnar á 18. öld en síðan nokkrir einstaklingar teknir sem dæmi. Drepið verður á dönsk áhrif á 19. Öld og ensk áhrif á 20. öld. Í yfirliti á borð við þetta er aðeins unnt að taka fáein dæmi úr langri og áhugaverðri sögu íslensks orðaforða.

Útgefið

2020-08-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar