Að bera sér orð í munn: Hvenær verður orðið íslenskt?

Í minningu Jakobs Benediktssonar, Reykholti 1. desember 2007

  • Kristján Árnason Háskóli Íslands
tökurð, slettur, máltengsl, málvíxl, hljóðkerfi

Útdráttur

Þessi grein fjallar um aðlögun erlendra orða (flestra enskra) að íslensku tali og spurt er hvenær orðin verði hluti af íslenskum orðaforða. Hefð er fyrir því að greina annars vegar milli tökuorða sem hafa öðlast „þegnrétt“ í málinu og hins vegar síður aðlagaðra orða og orðasambanda sem oft eru nefnd slettur í almennri og fræðilegri umræðu. Hin neikvæða merking þessa orðs endurspeglar þá hreintunguhyggju sem gjarna hefur einkennt umræðu um málrækt hér á landi. Í greininni er sýnt fram á að jafnvel hinar óhreinustu af slettunum, verði fyrir einhverri smitun frá tökumálinu, íslensku. Þetta á jafnt við um hljóðkerfi, orðhlutalega, setningarlega og merkingarlega þætti, og sletturnar aðlaga sig fljótt hinum nýju aðstæðum. Niðurstaðan er að ekki beri að líta á dæmigerða notkun enskra orða og orðasambanda sem málvíxl (code switching). Í hvert skipti sem enskt orð kemur fyrir í íslenskum töluðum texta, á sér stað einhver aðlögun og með þessari aðlögun verða orðin með á sinn hátt „íslensk“ og þar með í einvherum skilningi hluti af orðaforðanum (lexis). Lögð er áhersla á að það sé allt önnur saga hvenær skrá beri þessi orð eða orðasambönd í leiðbeinandi orðabókum.

Heimildir

Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Ásta Svavarsdóttir. 2007. Djúsið eller djúsinn? Om tilpasning af moderne importord i islandsk talesprog. í: Jarvad, Pia; & Helge Sandøy (ritstj.) (2007). Stuntman og andre importord i Norden. Om udtale og bøjning. (Moderne importord i språka i Norden VII.) Bls. 27-51. Oslo: Novus.

Baldur Jónsson. 2002. Aðlögun tökuorða í íslensku. Málsgreinar. Afmælisriti Baldurs Jónssonar. Reykjavík: Íslensk málnefnd. 2002. (Bls. 219-233.)

Coulmas, Florian. 1997. The Handbook of Sociolingnistics. Oxford: Blackwell.

Gunnar Ólafur Hansson. 2003. Laryngeal licensing and laryngeal neutralization in Icelandic and Faroese. Nordic Journal of Linguistics 26:45-79.

Halle, Morris og Samuel Jay Keyser. 1971. English Stress: Its form, Its Growth, and Its Role in Verse. New York: Harper Row Publishers.

Hanna Óladóttir. 2005. Pizza eða flatbaka? Viðhorf 24 íslendinga til enskra máláhrifa í íslensku. Ritgerð til M.A.-prófs. Háskóla Islands.

Helgi Guðmundsson. 1997. Um haf innan. Vestrænir menn og íslensk menning á miðöldum. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Íslensk orðabók. 2007. Ritstjóri Mörður Árnason. Fjórða útgáfa byggð á 3. prentun 2005 með allnokkrum breytingum. Reykjavík: Edda.

Jahr, Ernst Hákon. 1996. On the pidgin status of Russenorsk. I: E. H. Jahr and I. Broch (ritstj.): Language Contact in the Arctic: Northern Pidgins and Contact Languages. Bls. 107-122. Berlin-New York: Mouton de Gruyter.

Jóns saga Jónssonar frá Vogum við Mývatn. 1968. Íslenzk þýðing og formálsorð eftir Harald Hannesson. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

Kress, Bruno. 1966. Anglo-Amerikanismen im Isl¨andischen. I Kurt Rudolph o.fl. (ritstj.). Festschrift Walter Baetke. Bls. 21-214. Weimar: Hermann Böhlaus Nachfolger.

Kristín M. Jóhannsdóttir 2006. Það er baslari í borði í næstu dyrum. Um ensk áhrif á vesturíslensku. Lesið í hljóði fyrir Kristján Árnason sextugan 26. desember 2006. Bls. 139-143. Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen.

Kristján Árnason. 1996. Germönsk og rómönsk áhersla í íslensku og færeysku. Íslenskt mál 18:165-192.

Kristján Árnason. 2005a. Hljóð. íslensk tunga I. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Kristján Árnason. 2005b. Íslenska og enska: Vísir að greiningu á málvistkerfi. Ritið 2/2005:99-140.

Kristján Árnason. 2006. Island. í: Tore Kristiansen og Lars S. Vikor (ritstj.). Nordiske språkhaldningar. Ei meiningsmåling. Bls. 17-39. Moderne importord in språka i Norden IV. Oslo: Novus forlag.

Myers-Scotton, Carol. 1997. Code-switching. í Florian Coulmas (rit- stj.). The Handbook of Sociolinguistics. Blackwell: Oxford.

Sigrún Steingrímsdóttir. 2004. Skrats, tjatt og tsjill. Um aðlögun enskra aðkomuorða að íslensku hljóð- og beygingakerfi. Óprentuð BA-ritgerð við Hugvísindadeild Háskóla íslands. Reykjavík.

Singleton, David. 2000. Language and the Lexicon. An Introduction. London: Arnold.

Thomason, Sarah G. (ritstj.)-1996. Contact Languages. A Wider Perspective. Amsterdam: John Benjamins.

Weinreich, Uriel. 1953. Languages in Contact. Findings and Problems. New York: Publications of the Linguistic Circle of New York.

Þorsteinn G. Indriðason. 1994. Regluvirkni í orðasafni og utan þess. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Útgáfudagur
2020-08-15
Tegund
Ritrýndar greinar