Hugtök og heiti í bókmenntafræði

Höfundar

  • Vésteinn Ólafsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands Höfundur

Útdráttur

Í greininni er fjallað um orðabók um bókmenntafræðileg heiti og hugtök í íslensku, Hugtök og heiti í bókmenntafræði, sem kom út 1983 í ritstjórn Jakobs Benediktssonar. Gefið er stutt yfirlit yfir þá takmörkuðu fræðilegu umræðu sem finna má í íslenskum bókmenntum fram á miðja 20. öld. Ný sjónarhorn í bókmenntarannsóknum á síðari hluta 20. aldar breyttu þessu og frá því um 1970 höfðu kennarar og stúdentar við Háskóla Íslands fundið fyrir brýnni þörf á handbók á þessu sviði. Bókmenntafræðistofnun stóð að undirbúningi og útgáfu slík verks og var því stjórnað af Jakobi Benediktssyni sem hafði nokkra stúdenta sér til aðstoðar. Bókmenntakennarar við háskólann og aðrir fræðimenn skrifuðu greinar um sérsvið sitt. Uppflettiorðin eru um 750 talsins. Næstum þriðjungur þeirra eru tökuorð en þau hafa yfirleitt verið löguð að íslenskum rithætti eða þau eru gefin í latneskri eða grískri mynd. Stærstur hluti orðanna eru samsett orð þar sem einstakir hlutar eru þýðingar á erlendum heitum. Hefðbundin íslensk heiti er fyrst og fremst að finna meðal heita á bragarháttum. Loks er sýnt fram á það með athugun á fáeinum lykilhugtökum sem snerta merkingu og táknun hvernig nýjar leiðir til þess að skoða bókmenntir, aðferðir sem byggjast á málvísindum og táknfræði, voru kynntar í verkinu.

Útgefið

2020-08-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar