Hugtök og heiti í bókmenntafræði

  • Vésteinn Ólafsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / Hásk´óli Íslands
bókmenntafræði, íðorðafræði, merkingarfræði, orðmyndunarfræði

Útdráttur

Í greininni er fjallað um orðabók um bókmenntafræðileg heiti og hugtök í íslensku, Hugtök og heiti í bókmenntafræði, sem kom út 1983 í ritstjórn Jakobs Benediktssonar. Gefið er stutt yfirlit yfir þá takmörkuðu fræðilegu umræðu sem finna má í íslenskum bókmenntum fram á miðja 20. öld. Ný sjónarhorn í bókmenntarannsóknum á síðari hluta 20. aldar breyttu þessu og frá því um 1970 höfðu kennarar og stúdentar við Háskóla Íslands fundið fyrir brýnni þörf á handbók á þessu sviði. Bókmenntafræðistofnun stóð að undirbúningi og útgáfu slík verks og var því stjórnað af Jakobi Benediktssyni sem hafði nokkra stúdenta sér til aðstoðar. Bókmenntakennarar við háskólann og aðrir fræðimenn skrifuðu greinar um sérsvið sitt. Uppflettiorðin eru um 750 talsins. Næstum þriðjungur þeirra eru tökuorð en þau hafa yfirleitt verið löguð að íslenskum rithætti eða þau eru gefin í latneskri eða grískri mynd. Stærstur hluti orðanna eru samsett orð þar sem einstakir hlutar eru þýðingar á erlendum heitum. Hefðbundin íslensk heiti er fyrst og fremst að finna meðal heita á bragarháttum. Loks er sýnt fram á það með athugun á fáeinum lykilhugtökum sem snerta merkingu og táknun hvernig nýjar leiðir til þess að skoða bókmenntir, aðferðir sem byggjast á málvísindum og táknfræði, voru kynntar í verkinu.

Heimildir

Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Benedikt Gröndal. 1948-1954. Ritsafn I-V. Útg. Gils Guðmundsson. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

Clunies Ross, Margaret. 1987. Skáldskaparmál. Snorri Sturluson's ars poetica and medieval theories of language. Odense: Odense University Press.

Fyrsta málfræðiritgerðin. 1972. The First Grammatical Treatise. Introduction, Text, Notes, Translation, Vocabulary, Facsimiles. Útg. Hreinn Benediktsson. Reykjavík: Institute of Nordic Linguistics.

Eggert Ólafsson. 1832. Formáli skáldsins. í: Kvæði. Kaupmannahöfn.

Fritzner, Johan. 1886-1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. I—III. Kristiania: Den norske Forlagsforening.

Guðrún Nordal. 2001. Tools of Literacy. The Role of Skaldic Verse in Icelandic Textual Culture ofthe Twelfth and Thirteenth Centuries. Toronto, Buffalo, London: Toronto University Press.

Halldór Halldórsson. 1956. Hugleiðingar um merkingar orða. í: Skírnir 130. ár. Bls. 64-84.

Hannes Pétursson. 1972. Bókmenntir. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Helgi Sigurðsson. 1891. Safn til bragfræði íslenzkra rímna. Reykjavík: s.n.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði. 1983. Jakob Benediktsson ritstýrði. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands/Mál og Menning (síðar endurprentað í óbreyttri mynd).

Jón Viðar Jónsson. 1985. Leikrit á bók. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands.

Jónas Hallgrímsson. 1837. Um rímur af Tistrani og Indíönu. í: Fjölnir 3. árg., bls. 18-29.

Kristján Jóhann Jónsson. 2004. Kall tímans (Studia Islandica 58). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands/Háskólaútgáfan.

Njörður P. Njarðvík. 1975. Eðlisþættir skáldsögunnar. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Óskar Halldórsson. 1972. Bragur og ljóðstíll. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

de Saussure, Ferdinand. 1979. Cours de linguistique génerale. Edition Critique. Útg. Tullio de Mauro, París: Payot (1. útg. Genf. 1915. Útg. Charles Bally og Albert Sechehay).

Snorra Edda. 1931. Edda Snorra Sturlusonar. Útg. Finnur Jónsson. Kaupmannahöfn: Gyldendalske boghandel - Nordisk forlag.

Sveinbjörn Beinteinsson. 1953. Bragfræði og Háttatal. Reykjavík: Leiftur. Uppsala Edda. 1977. Snorre Sturlassons Edda. Uppsala-handskriften DG 11, II. Útg. Anders Grape, Gottfrid Kallstenius og Olof Thorell. Uppsala: Almqvist & Wiksell.

Vésteinn Ólason. 1964. Tvö rit um könnun bókmennta. í: Mímir. Blað stúdenta í íslenzkum fræðum 3. árg., 1. tbl., bls. 21-30, og 2. tbl., bls. 28-40.

Vésteinn Ólason. 1985. Bókmenntafræði handa framhaldsskólum. Reykjavík: Mál og menning.

Þorleifur Hauksson, ritstj., og Þórir Óskarsson. 1994. Íslensk stílfræði. Reykjavík: Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur Háskóla íslands. Reykjavík: Mál og menning.

Þórir Óskarsson. 1987. Undarleg tákn á tímans bárum. Ljóð og fagurfræði Benedikts Gröndals (Studia Islandica 45), Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands.

Þriðja og Fjórða málfræðiritgerðin. 1884: Den tredje ogfjærde grammatiske aflhandling i Snorres Edda tilligemed de grammatiske afhandlingers prolog og to andre tillæg. Udg. for Samfundet til udgivelse af gammel nordisk litteratur af Björn Magnússon Ólsen. Kaupmannahöfn: Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur.

Útgáfudagur
2020-08-15
Tegund
Ritrýndar greinar