Íslensk nútímamálsorðabók
Kjarni tungumálsins
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.21.2Útdráttur
Íslensk nútímamálsorðabók er ný orðabók sem ætluð er til birtingar á vefnum. Orðabókin byggist að verulegu leyti á margmála veforðabókinni ISLEX (www.islex.is) og er m.a. flettiorðalistinn fenginn þaðan, svo og skipting í merkingarliði, framburður orða, myndefni, upplýsingar um fallstjórn sagna, málsnið o.fl. Við gerð orðabókarinnar var horft til þess að tungumálið er stöðugt í þróun / tekur breytingum, og hefur verið leitast við að láta uppflettiorðaforðann og notkunardæmin taka mið af því hvernig íslenska er raunverulega töluð og rituð af málnotendum nútímans, sem útheimtir reglulegar uppfærslur og viðbætur á orðaforðanum. Í greininni er í stórum fjallað um útgáfusögu íslenskra orðabóka frá upphafi og helsu áhrifavaldar verksins eru skoðaðir. Lýst er tilurð orðabókarinnar, innviðum hennar og helstu eiginleikum. Ennfremur er gerð grein fyrir ritstjórnarstefnunni og efnistökum eins og þau birtast í vali orðaforðans og orðskýringum, og er m.a. skýrt frá meðhöndlun á erlendum tökuorðum. Rætt er um hlutverk orðabóka í víðara samhengi og loks er fjallað um notkun á orðabókinni á tilteknu tímabili.