Sproti. Geta fornar skógarnytjar skýrt margslungið merkingarsvið?

Höfundar

  • Helgi Skúli Kjartansson Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.20.2

Útdráttur

Orðið sproti hefur margvíslegar og nokkuð sundurleitar merkingar. Sumar eru bæði fornar og nýjar eins og ‘veldissproti’ og ‘töfrasproti’. Aðrar eru fremur bundnar fornmálinu, t.d. sproti sem barefli eða refsivöndur og sproti sem göngustafur. Samsetningarnar laufsprotiog reyrsproti eru líka fornmál og koma helst fyrir í táknrænu eða goðsögulegu samhengi. Þegar horft er til hefðbundinna skógarnytja opnast sá skýringarkostur að sprotar hafi verið hverjum manni kunnir sem nývöxtur eða teinungar af lauftrjám sem nýttir voru með því að stýfa bolinn. Sprotar í þeirri merkingu hafa verið hafðir í hvers kyns sköft, prik eða stafi, einnig til skepnufóðurs – sem laufsprotar – og í mannvirki eins og girðingar þar sem mjóir sprotar voru hentugir til að halda smíðinni saman – sem reyrsprotar. Á þessum grunni má skilja táknræna og ævintýralega notkun sprota-hugtaksins í varðveittum textum.

Niðurhal

Útgefið

2018-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar