Splitting the atom

Lexical creativity and the image of the Icelandic atom poets

Höfundar

  • Kendra Willson Turkuháskóli Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.20.4

Útdráttur

Greinin fjallar um samsetningar með forliðnum atóm- og byggist aðallega á gögnum úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Fjöldi samsetninga með þessum forlið varð til eftir seinni heimsstyrjöldina, einkum í tengslum við skáldsöguna Atómstöðina (1948) eftir Halldór Laxness og atómskáldin svokölluðu. Í þessum samsetningum kemur fram margvísleg merkingarvísun. Orðstofninn vísar til fagurfræði atómskáldanna, nútímaljóða og módernisma almennt og til andrúmsloftsins í upphafi kalda stríðsins þegar módernisminn varð til. Nýyrðið og samheitið frumeind virðist ekki geta fengið sams konar afleidda merkingu í samsetningum heldur fær aftur bókstaflegu merkinguna ‘grunneining’ í öðru samhengi en þegar talað er um eðlis- eða efnafræði.

Niðurhal

Útgefið

2018-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar