"Glasið brotnaðist, amma"

Viðskeyti eða ekki: Um sagnir sem enda á -na+st

Höfundar

  • Margrét Jónsdóttir Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.20.5

Útdráttur

Í íslensku er hópur sagna með viðskeytinu -na. Þetta er sagnir eins og t.d. batnahitna og stirðna sem samtímalega séð eru allar í tengslum við lýsingarorð. Það hefur verið viðtekin skoðun að ekki sé hægt að skeyta viðskeytinu -st við -na (sofnast þó undantekning) enda sé na-viðskeytið virkt. Hér eru leidd að því rök að þetta sé ekki rétt enda sé -na ekki lengur (virkt) viðskeyti. Það má sjá í fjölda sagna sem enda á -nast, eins og t.d. batnasthitnast og stirðnast. Sagnir sem þessar má finna í rituðum heimildum af ýmsum toga, gömlum sem nýjum. Í samanburðarskyni er einnig rætt um tvo aðra sagnahópa. Annars vegar eru sagnir sem enda á -k(k)a/-ga- en bæta við sig -st, t.d. fjölgast og stækkast sem báðar eru antikásatívar. Slíkar sagnir eru fjölmargar. Hins vegar eru sagnir eins og t.d. batasthitastog meyrast. Þær hafa sömu rót og samsvarandi na-sagnir og eru sama eðlis og þær. Þessar sagnir eru þó ekki margar. 

Niðurhal

Útgefið

2018-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar