Innri breytileiki og málsnið
Athugun á mismunandi textum eins málnotanda
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.23.2Útdráttur
Athugun á innri breytileika hjá Gísla Marteini Baldurssyni í tístum hans, vefpistlum og sem stjórnanda í sjónvarpsþáttaviðtölum sýnir hvernig hann nýtir málnotkunarhæfni sína til að beita, skipta um og aðlaga málsnið sitt í breytilegu samhengi. Fram kemur breytilegt orðaval, tilbrigði í setningaformgerðum, mismunandi gerðir segða og fleiri þættir. Breytileikinn ræðst af mismunandi málaðstæðum, eðli textategunda, væntanlegum hugmyndum um lesendur eða áhorfendur, hinni félagslegu merkingu tjáningarinnar og þeim mismunandi hlutverkum sem Gísli Marteinn byggir upp og birtir í hinum mismunandi textum.