Af hverju góðlátlegur en ekki *góðleglátur?

Um leyfilegar og óleyfilegar viðskeytaraðir í íslensku

  • Þorsteinn G. Indriðason Háskólinn í Bergen
viðskeyti, valhömlur, viðskeytaraðir

Útdráttur

Í greininni er sagt frá rannsókn á viðskeytaröðum í íslensku með nafnorðs- og lýsingarorðsviðskeytum í fyrsta sæti, hversu algengar þessar raðir eru og hvaða valhömlur (e. selectional restrictions) eru ráðandi í viðskeytingunni. Þessar raðir voru fengnar þannig að 26 viðskeyti sem mynda nafnorð voru pöruð við 22 viðskeyti sem tengjast nafnorðum og sömuleiðis voru 9 viðskeyti sem mynda lýsingarorð pöruð saman við 12 viðskeyti sem tengjast lýsingarorðum. Eftir stóð 661 möguleg röð þegar vinsaðar höfðu verið út raðir með samskonar viðskeytum (sbr. t.d. -legleg). Leitað var að staðfestum röðum meðal þessara mögulegu raða í Íslenskum orðasjóði og Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og fundust 36 slíkar, 19 raðir með nafnorðsviðskeyti í fyrsta sæti og 17 raðir með lýsingarorðsviðskeyti í fyrsta sæti. 

Mögulegar ástæður fyrir hlutfallslega fáum staðfestum röðum eru ræddar. Valhömlur spila stórt hlutverk til þess að skýra þetta. Sum viðskeyti geta t.d. ekki tengst grunnorðum sem sjálf eru viðskeytt þó þau geti hæglega tengst tvíkvæðum grunnorðum (sbr. t.d. -lát). Að auki virðist nær ómögulegt að breyta röð viðskeyta innan orðs og sum viðskeyti geta ekki bætt við sig viðskeytum og geta því ekki myndað viðskeytaraðir. Í greininni er einnig fjallað um ‚klofna viðskeytingu‘ þar sem eignarfallsendingar koma á milli tveggja viðskeyta en endingin gerir það að verkum að viðskeytingin getur haldið áfram, sbr. dæmi eins og leikaraskapur. Öll þessi atriði eiga sinn þátt í því að staðfestar viðskeytaraðir eru hlutfallslega fáar í íslensku.  

Heimildir

Alexander Jóhannesson. 1927. Die Suffixe im Isländischen. Fylgirit Árbókar Háskólans 1927. Reykjavík.

Archangeli, Diana og D. Terence Langendoen (ritstj.). 1997. Optimality Theory. An Overview. Massachusetts: Blackwell Publishers.

Aronoff, Mark og Nanna Fuhrhop. 2002. Restricting suffix combinations in German and English: Closing suffixes and the monosuffix constraint. Natural Language and Linguistic Theory 20:451–490.

Aronoff, Mark. 1976. Word Formation in Generative Grammar. Cambridge Massachusetts: MIT Press.

Aronoff, Mark og Stela Manova. 2010. Introduction: Theory, description, and analysis in affix order. Morphology 20:297–298.

Bjarmi. Kristilegt heimilisblað. 1908. II. árgangur. Ritstj.: Bjarni Jónsson. Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg.

Booij, Geert. 1994. Lexical phonology: a Review. Lingua e stile 29:525–555.

Creemers, Ava, Jan Don og Paula Fenger. 2018. „Some affixes are roots, others are heads“. Natural Language & Linguistic Theory 36:45–84.

Eiríkur Rögnvaldsson. 1987. Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra. Reykjavík: Morgunblaðið 15. maí, B-hluti:8–10.

Eiríkur Rögnvaldsson. 1988. Einsleitur grunnur íslenskra viðskeyta. Óprentað handrit.

Enger, Hans-Olav. 2008. Unitary Base Hypothesis og norsk avledningsmorfologi. Maal og Minne 2:189–212.

Erla Hallsteinsdóttir. 2007. Íslenskur orðasjóður. Orð og tunga 9:109–125.

Fabb, Nigel. 1988. English suffixation is constrained only by selectional restrictions. Natural Language and Linguistic Theory 6:527–539.

Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Íslensk tunga II. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Gunnlaugur Ingólfsson. 1979. Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á –ugur. Íslenskt mál 1:43–55.

Gussmann, Edmund. 1988. Ritdómur um ‘The Theory of Lexical Phonology’ e. K. P. Mohanan (2006). Journal of Linguistics 24:232–239.

Hay, Jennifer og Ingo Plag. 2004. What Constrains possible suffix combinations? On the interaction of grammatical and processing restrictions in derivational morphology. Natural Language and Linguistic Theory 22:565–596.

Iversen, Ragnvald. 1973. Norrøn grammatikk. 7. útgáfa. Osló: Aschehoug.

Jansson, Håkon. 2015. Purism på glid? Studier i nutida isländskt ordbruk. Göteborgsstudier i nordisk språkvetenskap 24. Gautaborg: Göteborgs Universitet.

Katamba, Francis. 1993. Morphology. London: The MacMillan Press Ltd.

Kiparsky, Paul. 1982. From Cyclic Phonology to Lexical Phonology. Í: Harry van der Hulst og Norval Smith (ritstj.): The Structure of Phonologcial Representations I, bls. 131–175. Dordrecht: Foris.

Kiparsky, Paul. 1984. On the Lexical Phonology of Icelandic. Í: Claes Christian Elert, Trine Johanson og Eva Stringert (ritstj.). Nordic Prosody III, Umeå Studies in the Humanities 59, bls. 135–164. Umeå: University of Umeå.

Kiparsky, Paul. 1985. Some Consequences of Lexical Phonology. Phonology Yearbook 2:85–139.

Kristoffersen, Gjert. 2000. The Phonology of Norwegian. Oxford: Oxford University Press.

Kristín Bjarnadóttir. 2005. Afleiðsla og samsetning í generatífri málfræði og greining á íslenskum gögnum. Rannsóknar- og fræðslurit 7. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

Körtvélyessy, Lívia. 2019. Cross-linguistic research into derivational networks. Zedenec Zaborkrtský o.fl. (ritstj.): Proceedings of the Second International Workshop on Resources and Tools for Derivational Morphology, 1–4. Prag: Charles University.

Körtvélyessy, Lívia, Alexandra Bagasheva og Pavol Stekauer (ritstj.). 2020. Derivational Networks Across Languages. Trends in Linguistics. Studies and Monographs. Berlin: de Gruyter Mouton.

Manova, Stela og Mark Aronoff. 2010. Modeling affix order. Morphology 20:109–131.

Mohanan, K.P. 1986. The Theory of Lexical Phonology. Studies in Natural Language & Linguistic Theory. Dordrecht: D. Reidel Publishing Company.

Plag, Ingo og Harald Baayen. 2008. Suffix ordering and morphological processing. Language 85:106–149.

Rubach, Jerzy. 1985. Cyclic and Lexical Phonology. Dordrecht: Foris.

Veturliði G. Óskarsson. 2007. Af tveim tökuviðskeytum. Íslenskt mál 28:79–93.

Þorsteinn G. Indriðason. 1994. Regluvirkni í orðasafni og utan þess. Um lexíkalska hljóðkerfisfræði íslensku. Málfræðirannsóknir 9. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Þorsteinn G. Indriðason. 2005. Historisk produktivitet. Nordica Bergensia 32:39–65.

Þorsteinn G. Indriðason. 2016a. 143. Icelandic. Í: Peter O. Müller, Ingeborg Ohnheiser, Susan Olsen og Franz Rainer (ritstj.). Word-Formation. An International Handbook of the Languages of Europe, bls. 2578–2600. Berlin: Walter de Gruyter.

Þorsteinn G. Indriðason. 2016b. Á mörkum afleiðslu og samsetningar. Um orðlíka seinni liði í íslensku. Orð og tunga 18:1–41.

Þorsteinn G. Indriðason. 2020. Derivational Networks in Icelandic. Í: Lívia Körtvélyessy, Alexandra Bagasheva og Pavol Stekauer (ritstj.). Derivational Networks Across Languages, bls. 179–189. Trends in Linguistics. Studies and Monographs. Berlin: de Gruyter Mouton.

Útgáfudagur
2021-07-01
Tegund
Ritrýndar greinar