Orðið kýrskýr

Merking og myndun

Höfundar

  • Margrét Jónsdóttir Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.20.6

Útdráttur

Elstu ritheimildir um lýsingarorðið kýrskýr eru frá seinni hluta 20. aldar. Samt bendir flest til þess að það sé eldra. Orðið er merkilegt fyrir margra hluta sakir.

a. Orðið kýrskýr er nánast alltaf notað í merkingunni ‛(mjög) skýr, greinilegur, ljós’; er þá jafnt vísað til manna sem málefna. Algengast er að segja að eitthvað sé kýrskýrt.

b. Dæmi eru um að merking orðsins kýrskýr vísi til heimsku. Kýrskýr maður er því heimskur. Í þessari merkingu, sem raunar virðist eldri en hin fyrrnefnda, er orðið aðeins notað um fólk.

c. Myndun kýrskýr er ekki alveg ljós og kannski eru tengsl á milli myndunar og merkingar. fSé merkingin ‛heimskur’ er kýrskýr samsett orð, myndað af nafnorði og lýsingarorði. Hið sama gæti átt við þótt merkingin sé andstæð, þ.e. ‛(mjög) skýr, greinilegur, ljós’. Þá yrði að gera ráð fyrir myndhverfingu. Á hinn bóginn mætti leiða að því rök að kýr sé áhersluforliður með orðinu skýr. Sé raunin sú vaknar spurning hvort rím gegni ákveðnu hlutverki við orðmyndunina.

Niðurhal

Útgefið

2018-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar