Að halda uppi lögum og reglum

Saga og orðmyndun orðsins lögregla

19. aldar íslenska, nýyrði, saga orða, orðmyndun, samsett orð

Útdráttur

Í greininni er fengist við sögu og orðmyndun orðsins lögregla. Orðið myndar að öðrum þræði sérstakt dæmi um afleiðslu. Lögregla er dvandva-samsetning og stendur orðatiltæki á borð við að halda uppi lögum og reglu mögulega bak við orðmyndunarferli orðsins. Því er haldið fram að orðið hafi litið dagsins ljós á tímabili íslenskrar hreintungustefnu á öndverðri 19. öld. Stungið er upp á að Konráð Gíslason hafi staðið fyrir smíði þessa orðs en á þeim tíma var hann meðlimur Hins íslenzka bókmenntafélags og ritstjóri Fjölnis

Heimildum samkvæmt getur orðið ekki hafa verið smíðað sjálfstætt enda kemur það fyrst fyrir í samsetta orðinu lögreglumaður og er kjarnmerking þess ‘maður sem heldur uppi lögum og reglu’. Kastað er fram þeirri tillögu að orðið lögregla hafi verið smíðað til þess að útrýma danska tökuorðinu pólití. Þetta ferli hefur fyrst átt sér stað í samsettum orðum á borð við pólitímaður og pólitíþjónn en náði svo til danska tökuorðsins sem sjálfstæðs orðs. Pólití getur bæði þýtt ‘lögreglumaður’ og ‘lögreglustofnun’. Því er enn fremur haldið fram að lögregla sem sjálfstætt orð hafi fyrst orðið til sem stytting á orðinu lögreglumaður og hafi síðar, sem sýnekdóka, fengið almennu merkinguna ‘lögreglustofnun’.

Heimildir

Aðalgeir Kristjánsson. 1972. Brynjólfur Pétursson — ævi og störf. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Aðalgeir Kristjánsson. 2003. Síðasti Fjölnismaðurinn — Ævi Konráðs Gíslasonar. Reykjavík: Skrudda.

Alexander Jóhannesson. 1929. Die Komposita im Isländischen. Rit Vísindafélags Íslendinga IV. Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg.

Benveniste, Émile. 1958. Les verbes délocutifs. Í: Hatcher, Anna Granville og Karl-Ludwig Selig (ritstj.). Studia philologica et litteraria in honorem L. Spitzer, bls. 57–63. Bern: Francke.

Benveniste, Émile. 1969. Le vocabulaire des institutions indo-européennes. 2. bindi. París: Les Éditions de Minuit.

Bjarki Elíasson. 1990. Lögreglumaður-Lögregluþjónn. Lögreglublaðið 1990:66–67.

Bjarni Thorarensen. 1986. Bréf. Jón Helgason bjó til prentunar. Safn Fræðafjelagsins um Ísland og Íslendinga XIII–XIV. Kaupmannahöfn: S. L. Möller.

Björn M. Ólsen. 1891. Konráð Gíslason. Tímarit hins íslenzka bókmenntafjelags 12:1–96.

Blönd. = Íslensk–dönsk orðabók. 1920–1924. Ritstjóri Sigfús Blöndal. Reykjavík.

Blönd.viðbætir = Íslensk–dönsk orðabók — Viðbætir. 1963. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Reykjavík: Íslensk-danskur orðabókasjóður.

DDO = Den Danske Ordbog. http://www.ordnet.dk/ddo

Du Cange = Glossarium mediæ et infimæ latinitatis. http://ducange.enc.sorbonne.fr.

Eiður Guðnason. 2013. Molar um málfar og miðla 1262. http://eidur.is/3108.

ELD = A Copious and Critical English-Latin Dictionary. 1871. Ritstjóri William Smith. New York: Harper & brothers.

EWdS = Kluge, Friedrich. 1999. Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache. 23. útgáfa. Elmar Seebold annaðist útgáfuna. Berlin / New York: de Gruyter.

Finnbogi Guðmundsson. 1969. Af Hallgrími Scheving. Árbók Landsbókasafns Íslands 26:156–209.

Finnur Sigmundsson (ritstj.). 1963. Hafnarstúdentar skrifa heim — Sendibréf 1825–1836 og 1878–1891. Íslenzk sendibréf IV. Reykjavík: Bókfellsútgáfan.

Guðbrandur Jónsson. 1938. Lögreglan í Reykjavík. Reykjavík.

Guðmundur Guðjónsson. 1997a. Upphaf lögreglunnar. Í: Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson (ritstj.). Lögreglan á Íslandi: stéttartal og saga, bls. 15–33. Reykjavík: Byggðir og bú.

Guðmundur Guðjónsson. 1997b. Fyrri hluti nítjándu aldar og fyrstu lögregluþjónarnir. Í: Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson (ritstj.). Lögreglan á Íslandi: stéttartal og saga, bls. 34–43. Reykjavík: Byggðir og bú.

Guðmundur Guðjónsson. 2001. Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík fram til ársins 1918. Norræn sakamál 1:85 102.

Guðrún Kvaran. 2004. English Influence on the Icelandic Lexicon. Nordic Journal of English Studies 3(2):143–152.

Guðrún Kvaran. 2008. Hallgrímur Scheving og staðbundinn orðaforði. Íslenskt mál og almenn málfræði 30:153-177.

Guðrún Kvaran. 2011. Hallgrímur Scheving og tökuorðin. Orð og tunga 13:51–75.

ÍOb = Íslensk orðsifjabók. 2008. 3. útgáfa. Ritstjóri Ásgeir Blöndal Magnússon. Reykjavík: Orðabók Háskólans.

ÍÞ = Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (ritstj.). 1954–1961. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Reykjavík: Þjóðsaga / Hólar.

Jakob Benediktsson. 1969. Íslenzk orðabókastörf á 19. öld. Andvari (nýr flokkur) 94:96–108.

Jón Ólafsson. 2005. RELATIO af Kaupinhafnarbrunanum sem skeði í október 1728. Sigurgeir Steingrímsson gaf út. Reykjavík: Góðvinir Grunnavíkur-Jóns.

Jón Sigurðsson og Ólafur Pálsson. 1839. Tvær æfisøgur útlendra merkismanna. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason. 1836. Frjettir frá vordögum 1835 til vordaga 1836. Skírnir 10:1–71.

Kjartan G. Ottósson. 1990. Íslensk málhreinsun — Sögulegt yfirlit. Rit Íslenskrar málnefndar 6. Reykjavík: Íslensk málnefnd.

Konráð Gíslason. 1851. Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Kaupmannahöfn: Bianco Luno.

LSJ = The Online Lidell-Scott-Jones Greek-English Lexicon. http://stephanus.tlg.uci.edu/lsj/#eid=1&context=lsj.

MJLjóð = Matthías Jochumsson. 1956–1958. Ljóðmæli. Árni Kristjánsson sá um útgáfuna. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

MO = Moths ordbog — Historisk ordbog ca. 1700. http://mothsordbog.dk.

RitJH = Jónas Hallgrímsson. 1929–1936. Rit eftir Jónas Hallgrímsson. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

ROH = Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. http://www.arnastofnun.is/page/gagnasofn-ritmalssafn

Tímarit.is. http://www.timarit.is

Tíðindi frá Alþingi Íslendinga. 1853. Reykjavík: Alþingi.

Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík. 1839–1841. Reykjavík.

Veturliði Óskarsson. 1997. Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók. Orð og tunga 3:25-34.

Útgáfudagur
2018-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar