Áhrifsbreytingar í þágufalli nafnsins Þórarinn
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.21.3Útdráttur
Í beygingu nafnsins Þórarinn hafa á síðari öldum komið upp fjórar nýjungar í þágufalli við hlið hinnar hefðbundu myndar Þórarni. Þetta eru myndirnar Þórarin, Þórarini, Þórarinum og Þórarininum. Hér er reynt að leita skýringa á þessum nýjungum. Þórarin og Þórarini eiga sér fyrirmyndir í beygingu mannanafna (s.s. Benedikt (þgf.) og Auðuni) og eru því væntanlega til komnar við dæmigerðar áhrifsbreytingar. Þórarinum er óvænt mynd þar sem bæði dæmigerð áhrifsbreyting og ódæmigerð áhrifsbreyting (rímmyndun, rímbreyting) kunna að hafa komið við sögu, jafnvel báðar í einu. Þórarininum er einnig óvænt mynd en hún er að líkindum komin til við aðrar ódæmigerðar áhrifsbreytingar (blöndun eða alþýðuskýringu).