„annaðhvort með dönskum hala eða höfði, enn að öðru leiti íslenskt“

Um tengsl íslensku og dönsku á 19. öld og áhrif þeirra

  • Ásta Svavarsdóttir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
íslenska, 19. öld, erlend máláhrif, aðkomuorð, máltengsl

Útdráttur

Það er útbreidd skoðun að mikilla erlendra áhrifa hafi gætt í íslensku á 18. og 19. öld, fyrst og fremst frá dönsku. Hún styðst einkum við lýsingar og ummæli samtímamanna og einstök dæmi um dönskuskotið málfar. Aftur á móti hafa umfang og einkenni áhrifanna lítið verið rannsökuð skipulega. Íslenskt mál og málaðstæður á 19. öld eru í brennidepli í greininni með áherslu á tengsl íslensku og dönsku og áhrif þeirra. Annars vegar er fjallað um ýmsa ytri þætti sem snerta tengsl málanna og líkurnar á dönskum áhrifum á íslensku. Þar er einkum um að ræða stöðu íslensku gagnvart dönsku, bæði innan konungs­ríkisins í heild og á Íslandi. Einnig eru afstaða og viðhorf til íslensku í Danmörku svo og viðhorf til dönsku og danskra áhrifa á íslensku mikilvægir ytri þættir. Þá eru ýmis ummæli um mál og málnotkun úr samtímatextum rakin í greininni til að varpa ljósi á viðhorf gagnvart erlendum áhrifum. Hins vegar er gerð grein fyrir tveimur rannsóknum á erlendum áhrifum í orðaforða og niðurstöðum þeirra. Rannsóknirnar byggðust á tveimur málsöfnum með 19. aldar textum, öðru með blaða- og tímaritatextum en hinu með persónulegum einkabréfum. Textasöfnin geyma því ólíkar textagerðir en í báðum tilvikum eru þetta textar sem tengjast daglegu lífi almennra málnotenda. Fyrri rannsóknin snerist um orð með tökuaðskeytunum an-, be-, -heit og -era sem þegar áttu sér langa sögu í íslensku. Hún tók til textasafnanna í heild og beindist einkum að umfangi slíkra orða ásamt samanburði milli textagerða og tímabila. Orð af þessu tagi reyndust vera hlutfallslega mjög fá í textunum og þeim fór fækkandi, sérstaklega í blöðum. Síðari rann­sóknin tók til orða af erlendum uppruna í blaðatextum frá síðasta fjórðungi aldarinnar og einskorðaðist við orð sem þá voru nýleg í íslensku. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nýleg orð af erlendum uppruna voru í heild einungis 0,37% af heildarorðafjöldanum í textunum. Þeim fjölgaði eigi að síður hlutfallslega frá 1875 til 1900 og slík orð reyndust líka hafa verið fyrirferðarmeiri í Reykjavíkurblöðunum en í blöðum sem gefin voru út annars staðar á landinu. Það sýndi sig líka að aðkomuorð hefðu verið hlutfallslega fleiri í auglýsingum en ritstjórnartextum og því kynni fjöldi auglýsinga í einstökum blöðum að hafa haft áhrif á niðurstöður sem varða samanburð milli ára og milli útgáfustaða.

Meginniðurstöður rannsóknanna í heild voru þær að erlend áhrif í orðaforða, eins og þau birtust í textunum, hefðu verið mun minni en ætla mætti af ummælum og lýsingum samtímamanna.

Heimildir

Alda B. Möller. 2017. Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla 1806–1846 og á fyrstu árum Reykjavíkurskóla. Orð og tunga 19:1–40.

Auður Hauksdóttir. 2001. Lærerens strategier – elevernes dansk. Dansk som fremmedsprog i Island. Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd.

Auður Hauksdóttir. 2011. Danske minder i Island. Om mødet mellem dansk og islandsk kultur. Danske studier – tidsskrift for dansk sprog, studier og folkeminder 2011:5-49.

Auður Hauksdóttir. 2016. Björguðu Danir íslenskunni? Um tengsl dönsku og íslensku á átjándu öld. Skírnir 190:420–457.

Ármann á Alþingi = Ármann á Alþingi eda almennur Fundur Íslendinga. 1829–1832. Ársrit fyrir búhølda og bændafólk á Islandi. Útg. Þorgeir Guðmundsson og Baldvin Einarsson. Kaupmannahöfn.

Ásta Svavarsdóttir, Sigrún Helgadóttir og Guðrún Kvaran. 2014. Language resources for early Modern Icelandic. Proceedings of Language Resources and Technologies for Processing and Linking Historical Documents and Archives – Deploying Linked Open Data in Cultural Heritage, bls. 19–25. http://www.lrecconf.org/proceedings/lrec2014/workshops/LREC2014WorkshopLRT4HDA%20Proceedings.pdf

Baldur Jónsson (ritstj.). 2006. Þjóð og tunga. Ritgerðir og ræður frá tímum sjálfstæðisbarátt unnar. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Brodersen, Randi Benedikte. 2003. Purismen i Danmark – en success? Í: Helge Sandøy, Randi Brodersen og Endre Brunstad (ritstj.), Purt og reint. Om purisme i dei nordiske språka, bls. 111–146. Volda: Høgskulen i Volda.

BRR = Breve fra og til Rasmus Rask. 1941. I–II. Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaards forlag.

Elspass, Stephan. 2012. The Use of Private Lett ers and Diaries in Sociolinguistic Investigation. Í: HHSL, bls. 156–169. Elspaß, Stephan, Nils Langer, Joachim Scharloth og Wim Vandenbussche (ritstj.). 2007. Germanic Language Histories ,from Below‘ (1700–2000). Studia Linguistica Germanica 86. Berlín: Walter de Gruyter.

Frandsen, Steen Bo. 2015. The Danish Composite State and the Lost Memory of a Multilingual Culture. Í: Anna Havinga og Nils Langer (ritstj.), Invisible Languages in the Nineteenth Century, bls. 239–256. Historical Sociolinguistics 2. Oxford/Bern: Peter Lang.

Fjölnir = Fjölnir. Ár(s)rit handa Íslendingum. 1835–1847. Kaupmannahöfn.

Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór. 2013. Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. I–II. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Gunnar Karlsson. 2009. Atvinnubylting og ríkismyndun 1874–1918. Í: Sigurður Líndal og Pétur Hrafn Árnason (ritstj.), Saga Íslands X, bls. 5–312. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag/Sögufélag.

Hagskinna = Hagskinna – Sögulegar hagtölur um Ísland. 1997. Reykjavík: Hagstofa Íslands.

Haraldur Bernharðsson. 2017. Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar. Nokkur málfarsatriði í skáldsögunni Pilti og stúlku 1850 og 1867. Orð og tunga 19:77–128.

Heimir Freyr van der Feest Viðarsson. 2014. Þátt ur málstöðlunar í afstöðu sagnar til neitunar í 19. aldar íslensku: „málsgreinir, sem mjer fannst eitt - hvert danskt óbragð að“. Orð og tunga 16:1–24.

Heimir Freyr van der Feest Viðarsson. 2016. The Syntax of Others: ‘UnIcelandic’ Verb Placement in 19th- and Early 20th-Century Icelandic. Í: Ingrid Tieken-Boon van Ostade og Carol Percy (ritstj.), Prescription and Tradition in Language. Establishing Standards across Time and Space, bls. 152–167. Bristol: Multilingual Matters.

HHSL = Hernández-Campoy, Juan Manuel, og Juan Camilo Conde-Silvestre (ritstj.). 2012. The Handbook of Historical Sociolinguistics. Malden/Oxford: Wiley-Blackwell.

Jón Aðalsteinn Jónsson. 1959. Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar. Íslenzk tunga 1:71−119.

Jón Thoroddsen. 1850. Piltur og stúlka. Dálítil frásaga. Kaupmannahöfn.

Kjartan G. Ottósson. 1990. Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Rit Íslenskrar málnefndar 6. Reykjavík: Íslensk málnefnd.

Klemens Jónsson. 1929. Saga Reykjavíkur. I–II. Reykjavík.

Kristiansen, Tore. 2003. Danish. Í: Ana Deumert og Wim Vandenbussche (ritstj.). Germanic Standardizations. Past to Present, bls. 69–91. Amsterdam/ Philadelphia: John Benjamins Publishing Company.

Langer, Nils, og Agnete Nesse. 2012. Linguistic Purism. Í: HHSL, bls. 607–625.

Leerssen, Joep. 2008. Þjóðernisstefna og ræktun menningar. Ritið 8/1:189–214.

McColl Millar, Robert. 2012. Social History and the Sociology of Language. Í: HHSL, bls. 41–59.

Nevalainen, Terttu, og Helena Raumolin-Brunberg. 2012. Historical Sociolinguistics: Origins, Motivation, and Paradigm. Í: HHSL, bls. 22–40.

Pedersen, Inge Lise. 2005. Processes of standardisation in Scandinavia. Í: P. Auer, F. Hinskens og P. Kerswill (ritstj.). Dialect Change. Convergence and Divergence in European Languages, bls. 171–195. Cambridge: Cambridge University Press.

Pedersen, Inge Lise. 2009. The social embedding of standard ideology through four hundred years of standardization. Í: Marie Maegaard, Frans Gregersen, Pia Quist og J. Normann Jørgensen (ritstj.). Language attitudes, standardization and language change, bls. 51–68. Osló: Novus forlag.

Percy, Carol. 2012. Early Advertising and Newspapers as Sources of Sociolinguistic Investigation. Í: HHSL, bls. 191–210.

Rask, Rasmus. 1818. Anvisning till Isländskan eller Nordiska Fornspråket. Stockholm: A. Wiborgs forlag.

Sandersen, Vibeke. 2003. „Jeg skriver dig til for at lade dig vide“. Skrivefærdighed og skrift sprog hos menige danske soldater i treårskrigen 1848–50. I–II. Kaupmannahöfn: C.A. Reitzels forlag.

Sandersen, Vibeke. 2007. Writing ability and the writt en language of Danish private soldiers in the Three Year’s war (1848–50). Multilingua 26:247−278.

Schendl, Herbert. 2012. Multilingualism, Code-switching, and Language Contact in Historical Sociolinguistics. Í: HHSL, bls. 520–533.

Selback, Bente, og Helge Sandøy (ritstj.). 2007. Fire dagar i nordiske aviser. Ei jamføring av påverknaden i ordforrådet i sju språksamfunn. Moderne importord i språka i Norden III. Osló: Novus.

THÍB = Brjef frá Rask. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 9:54–100.

Trudgill, Peter. 2010. Investigations in Sociohistorical Linguistics. Stories of Colonisation and Contact. Cambridge: Cambridge University Press.

Thomason, Sarah G. 2001. Language Contact. Edinborg: Edinburgh University Press.

Thomason, Sarah Grey, og Terrence Kaufman. 1988. Language Contact, Creolization, and Genetic Linguistics. Berkeley/Los Angeles/Oxford: University of California Press.

van der Wal, Marij ke, og Gij sbert Rutt en. 2013. Ego-documents in a historicalsociolinguistics perspective. Í: M. van der Wal og G. Rutt en (ritstj.).

Touching the past. Studies in the historical sociolinguistics of ego-documents, bls. 1–17. Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing Company.

Veturliði G. Óskarsson. 2015. Loanwords with the prefi x be- in Modern Icelandic: An example of halted borrowing. Orð og tunga 17:1–26.

Útgáfudagur
2017-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar