Málnotkun sem mælikvarði á áhrif málstöðlunar

Skólaritgerðir úr Lærða skólanum í Reykjavík (1846–1904)

Höfundar

  • Heimir van der Veest Viðarsson Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.19.5

Útdráttur

Lærði skólinn í Reykjavík (1846–1904) er jafnan talinn hafa verið leiðandi afl í að hrinda opinberum málstaðli í framkvæmd. Í greininni er gerð tilraun til þess að prófa þessa tilgátu í úrvali 189 skólaritgerða úr Lærða skólanum, ásamt athugun á leiðréttingum kennaranna. Valdar voru þrjár málbreytur sem bæði eru þekktar í umræðu um málvöndun og leiðréttar í ritgerðunum: 1) óákveðna fornafnið maður, 2) sögn í þriðja sæti (S3) í stað annars sætis (S2), 3) lausi greinirinn sá í stað hinn.

Með aðstoð ólíkra tölfræðilegra aðferða, lograðs sennileikaprófs með óákveðna fornafninu, útvíkkuðu línulegu líkani með blönduðum áhrifum og slembiskógargreiningu með stöðu sagnar og lausa greininum, er sýnt fram á að marktæk fylgni er milli notkunar á óviðurkenndum málafbrigðum og námsframvindu (1.–3. andspænis 4.–6. bekk) og/eða útskriftareinkunnar (lágrar andspænis hárrar). Smæð málheildarinnar kom í veg fyrir greiningu með aðferðum Hinrichs o.fl. (2015) sem mæla með að kanna hvort fylgni sé milli þess að forðast eitt brennimerkt atriði og að forðast önnur slík. Hér má þó færa rök fyrir að kennslubreyturnar gegni hliðstæðu hlutverki, óháð því að bent sé á lækkandi tíðni yfir tímabil. Niðurstöðurnar benda því til að málstýring hafi sannarlega haft töluverð áhrif.

Niðurhal

Útgefið

2017-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar