Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla 1806–1846 og á fyrstu árum Reykjavíkurskóla

  • Alda B. Möller Háskóli Íslands
Bessastaðaskóli, Reykjavíkurskóli, námsefni og kennsla í íslensku, málstýring, málstöðlun, stafsetning

Útdráttur

Talið er að Bessastaðaskóli (1805‒1846) hafi stuðlað að málhreinsun og að þar hafi orðið til málviðmið sem tungan býr að enn í dag. Mjög lítið hefur þó verið fjallað um íslensku sem námsgrein í skólanum. Hér er sagt frá niðurstöðum rannsókna á íslenskukennslunni sem beindust mest að skjalasöfnum skólayfirvalda en Skólastjórnarráðið í Danmörku gaf fyrirmæli um kennsluna, þar á meðal um móðurmálskennslu.

Íslenska var alla tíð kennd í Bessastaðaskóla en uppistaða námsins var stílagerð sem fólst mest í þýðingum úr dönskum og latneskum lestrarbókum en stundum var fjallað um íslenskar bókmenntir. Íslenskunámið fór þó ekki síður fram í latínu- og grískutímum og jafnvel líka dönsku- og sögutímum því að þýddar námsbækur voru ekki til og hver kennari hlaut að þýða kennsluefni sitt á íslensku í tímunum og nemendur að skrifa niður. Allar heimildir herma að þar hafi miklir málvöndunarmenn verið að verki, einkum þeir Sveinbjörn Egilsson, sem kenndi grísku, sögu og dönsku, og Hallgrímur Scheving sem kenndi latínu.

Vanbúið húsnæði og þrengsli stóðu skólanum mjög fyrir þrifum í faglegum efnum og ljóst er að íslenskukennslan leið fyrir þessi vandræði. Kennarar í íslensku voru fimm þau fjörutíu ár sem hann starfaði, þ.e. Guttormur Pálsson, Jón Jónsson (jr), sr. Árni Helgason, dr. Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.

Miklar breytingar urðu á námi og kennslu í íslensku á fyrstu árunum eftir að skólastarf fluttist frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846. Reglugerðir kváðu þá á um stöðu íslensku í skólastarfinu, inntak kennslunnar og framkvæmd prófa. Kennslustundum fjölgaði, námsefnið varð fjölbreyttara og kröfur til kennara og nemenda jukust. Sveinbjörn Egilsson var fyrsti kennari námsgreinarinnar en lengst og mest kenndi Halldór Kr. Friðriksson íslensku við skólann. Námsefnið var íslensk málfræði og bókmenntir og mikil áhersla lögð á ritgerðir og stíla nemenda.

Réttritun málsins var að mótast um það leyti sem Reykjavíkurskóli tók til starfa og stílar skólapilta sýna að sú þróun var hafin undir handleiðslu Sveinbjarnar. Halldór Kr. Friðriksson samdi kennslubækur í málfræði og réttritun og nemendur lásu bæði íslenskar fornbókmenntir og samtímaskáldskap. Reglum skólans um réttritun var fylgt fast eftir í tíð Halldórs enda jafnan kenndar við hann eða nefndar skólastafsetningin. Ritsmíðar nemenda benda til að um 1850 hafi ritmálið verið að breytast ört í skólanum og að stafsetningarreglur með stoð í forna málinu hafi þá þegar fest sig í sessi. Þær urðu textaviðmið fram undir aldamótin 1900 og eru að flestu leyti enn.

Heimildir

Aðalgeir Kristjánsson. 2003. Síðasti Fjölnismaðurinn: Ævi Konráðs Gíslasonar. Reykjavík: Skrudda.

Aðalgeir Kristjánsson 2005. Bessastaðaskóli: tveggja alda minning. Andvari 130:53–74.

Alda B. Möller. 2014. Íslenskukennsla í Bessastaðaskóla og á fyrstu árum Reykjavíkurskóla 1805–1855. BA-ritgerð í Háskóla Íslands. Skemman.is, http:// hdl.handle.net/1946/17696

Benedikt Gröndal. 1923. Dægradvöl: æfisaga mín. Reykjavík.

Björn K. Þórólfsson. 1925. Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Dansk Biografisk Leksikon 4. 1979–1984. 3. útg. Ritstj. Sv. Cedergreen Bech. Kaupmannahöfn: Gyldendal.

Einar Ól. Sveinsson. 1942. Sveinbjörn Egilsson: 150 ára minning. Helga fell 1, 3:116–122.

Engelstoft, Laurits (ritstj.). 1806–1813. Universitetets og Skole-Annaler 1806– 1813. Kaupmannahöfn: Directionen for Universitetet og de lærde Skoler.

Gísli Brynjúlfsson og Jón Þórðarson. 1848. Formáli. Norðurfari 1:iii–viii.

Halldór Kr. Friðriksson. 1846. Islandsk Læsebog med Ordregister og en Oversigt over den islandske Formlære. Kaupmannahöfn: Jægers Skandinaviske Forlags handel.

Halldór Kr. Friðriksson. 1859. Íslenzkar rjettritunarreglur. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafjelag.

Halldór Kr. Friðriksson. 1861. Íslenzk málmyndalýsíng. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafèlag.

Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson (ritstj.). 1989. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. Bréf og dagbækur. Reykjavík: Svart á hvítu.

Heimir Þorleifsson (ritstj.). 1975. Saga Reykjavíkurskóla. I. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.

Jón Árnason. 1952. Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar. Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar. 2. útg., bls. 1–50. Snorri Hjartarson gaf út. Reykjavík: Mál og menning.

Jón Árnason. 1862. Registur yfir bókasafn hins lærða skóla í Reykjavík. Reykjavíkurskóli.

Jón Jónsson. 1841. Skírsla um Bessastada-Skóla fyrir skólaárið 1840–1841. Skólaskýrslur 1840–46. Bessastaðaskóli.

Jón Jónsson. 1843. Skírsla um Bessastada-Skóla fyrir skólaárið 1842–1843. Skólaskýrslur 1840–46. Bessastaðaskóli.

Jón Aðalsteinn Jónsson. 1959. Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar. Íslenzk tunga 1:71–119.

Jón Þorkelsson. 1947. Merkir Íslendingar. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Reykjavík: Bókfellsútgáfan.

Kjartan G. Ottósson. 1990. Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Reykjavík: Íslensk málnefnd.

LS 6 = Lovsamling for Island: 6, 1792–1805. 1856. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson tóku saman og gáfu út. Kaupmannahöfn.

LS 7 = Lovsamling for Island: 7, 1806–1818. 1857. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson tóku saman og gáfu út. Kaupmannahöfn.

LS 13 = Lovsamling for Island: 13, 1844–1847. 1866. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson tóku saman og gáfu út. Kaupmannahöfn.

LS 14 = Lovsamling for Island: 14, 1848–1850. 1868. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson tóku saman og gáfu út. Kaupmannahöfn.

Magnús Grímsson. 1926. Úrvalsrit. Hallgrímur Hallgrímsson bjó til prentunar. Reykjavík.

Páll Melsteð. 1912. Endurminníngar Páls Melsteðs, ritaðar af honum sjálfum. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafjelag.

Páll Eggert Ólason. 1948. Íslenzkar æviskrár I. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Páll Eggert Ólason. 1949. Íslenzkar æviskrár II. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Páll Eggert Ólason. 1950. Íslenzkar æviskrár III. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Páll Valsson. 1996. Íslensk endurreisn. Íslensk bókmenntasaga III, bls. 219–406. Reykjavík: Mál og menning.

Reykjavíkurpósturinn. 1846–1847. Reglugjörð um latínuskólann í Reykjavík.

Rosted, Jacob. 1806. Modersmaalet betragtet som en vigtig Deel af den studerende Ungdoms Underviisning i Skolerne. Universitetets og Skole Annaler 1806–1813. Ritstj. Laurits Engelstoft. Kaupmannahöfn: Directionen for Universitetet og de lærde Skoler.

Sigurður Gunnarsson. 1864. Æfiminning séra Guttorms Pálssonar, prófasts í Suður-Múlasýslu og prests á Hólmum í Reyðarfirði og Vallanesi á Völlu m. Akureyri: B. M. Stephánsson.

Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar. 1968. Haraldur Sigurðsson sá um prentun. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Svavar Þór Guðmundsson. 1997. Bessastaðaskóli 1805–1846. BA-ritgerð í sagnfræði. Háskóli Íslands.

Sveinbjörn Egilsson. 1829–1840. Odysseifs-drápa í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar.

Bodsrit Bessastada skóla: 1.–2. bók 1829, 3.–4. bók 1830, 5.–8. bók 1835, 9.–12. bók 1838, 13.–16. bók 1839, 17.–20. bók 1840 og 21.–24. bók 1840. Bessastaðaskóli.

Sveinbjörn Egilsson. 1847. Skólaskýrsla fyrir Reykjavíkur lærða Skóla árið 1846– 47. Reykjavík: Lærði skólinn.

Sveinbjörn Egilsson. 1848. Skólaskýrsla fyrir Reykjavíkur lærða skóla árið 1847– 48. Reykjavík: Lærði skólinn.

Sveinbjörn Egilsson. 1849. Skólaskýrsla fyrir Reykjavíkur lærða skóla árið 1848– 49. Reykjavík: Lærði skólinn.

Sveinbjörn Egilsson. 1851. Skólaskýrsla fyrir Reykjavíkur lærða skóla árið 1850– 51. Reykjavík: Lærði skólinn.

Sveinn Pálsson (þýð.). 1789. Um þá organisku hluti á jarðarhnettinum. Rit þess íslenzka lærdómslistafélags 10:175–264.

Wolf, Christian A. 1977. Sveinbjörn Egilsson’s grammatical writings in Lbs. 456 4to: An edition and commentary with special reference to Rask. Ph.D. thesis, Dept. of Germanic Languages, University of North Carolina.

Yelverton, John R. 1971. The first grammar of Icelandic in the native tongue. An edition of Lbs. 1238 8vo, and an investigation of its sources. Ph.D. thesis, Dept. of Germanic Languages, University of North Carolina.

Útgáfudagur
2017-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar