Erlend nöfn á Innnesjum
Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.19.8Útdráttur
Greinin fjallar um örnefni sem breskir og bandarískir hermenn notuðu á Stór-Reykjavíkursvæðinu á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu.