Metaphor and Collocation.

The Case of REIÐI

Höfundar

  • Yuki Minamisawa Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.21.4

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um hugtaksmyndhverfingar sem tengjast REIÐI í íslensku. Í kjölfar rannsókna Lakoff & Johnson (1980) hefur mikið verið rætt um hvernig við skiljum óhlutstæð fyrirbæri eins og tilfinningar. Í því samhengi hafa miklar umræður um REIÐI átt sér stað og almennt er viðurkennt að myndhverfingin REIÐI ER HEITUR VÖKVI Í ÍLÁTI fyrirfinnist í mörgum ólíkum tungumálum. Lítið hefur verið fjallað um slíkar myndhverfingar í íslensku. Hér er því ætlunin að athuga hversu miðlægar vissar myndhverfingar sem tengjast REIÐI eru. Notast er við MI-gildi (gagnkvæmar upplýsingar) fyrir tölfræðilegar mælingar og er niðurstaðan sú að miðlægasta hugtaksmyndhverfingin er snýr að REIÐI er REIÐI ER HEITUR VÖKVI Í ÍLÁTI. Gögnin sýna þó að blæbrigðamunur sé á þessari hugtaksmyndhverfingu í íslensku og ensku. Auk þess eru aðrar hugtaksmyndhverfingar eins og REIÐI ER BRUNI eða REIÐI ER HÆTTULEGT DÝR ekki eins tengdar reiði eins og sambærilegar myndhverfingar sem tengjast hugtakinu ANGER í ensku.

Niðurhal

Útgefið

2019-08-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar