Á mörkum afleiðslu og samsetningar?
Um orðlíka seinni liði í íslensku
DOI:
https://doi.org/10.33112/ordogtunga.18.2Útdráttur
Í íslensku er oftast auðvelt að greina á milli orða og viðskeyta af ýmsu tagi. Til eru hins vegar í málinu fjölmargir liðir sem geta ekki staðið sjálfstæðir en hafa samt sem áður sterk orðleg einkenni og eru að því leyti frábrugðnir hefðbundnum viðskeytum. Við getum til hægðarauka kallað þessa liði orðlíka liði. Í greininni eru tvíkvæðir liðir sem enda á -i teknir fyrir sérstaklega, sbr. dæmi eins og -meti, -auðgi og -fari í samsetningum eins og fiskmeti(hk.), hugmyndaauðgi (kv.) og geimfari (kk.). Einkenni þessara liða eru rædd og þau borin saman við einkenni viðskeyttra orða og samsettra. Liðirnir eru einnig bornir saman við svonefnd viðskeytislíki (e. suffixoids) og kannað að hvaða leyti þeir eru kerfisvæddir (e. grammaticalised). Í greininni er einnig beitt ýmsum prófum til þess að kanna tengsl orða, orðlíkra liða og viðskeyta. Er komist að raun um að þessir liðir eigi heima á mörkum viðskeyta og sjálfstæðra orða og að þeir líkist mest svonefndum hálforðum (e. semi words).