Tvíræða orðasambandið að ósekju

  • Guðrún Þórhallsdóttir Háskóli Íslands
íslensk málsaga, söguleg beyginar- og orðmyndunarfræði, orðsifjar, orðmyndun, áhrifsbreytingar, forsetningarliðir

Útdráttur

Þessi grein fjallar um uppruna og sögu íslenska orðasambandsins að ósekju (eldri merking ‘án þess að baka sér sök’, yngri merking ‘án tilefnis’). Flestar handbækur hafa túlkað myndina ósekju í þessum forsetningarlið sem þágufallsmynd kvenkynsorðsins ósekja‘sakleysi’. Að lokinni umfjöllun um heimildir um no. ósekja og sekja og forsetningarliði með fs.  eru leidd rök að því að réttara væri að telja ósekju fornmálsmynd þágufalls eintölu hvorugkyns af lo. ósekr. Til samanburðar er tekið dæmi af öðrum tvíræðum forsetningarlið, með heilbrigðu, sem einnig gæti innihaldið hvorugkynsmynd lýsingarorðs.

 
Útgáfudagur
2016-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar