Vélþýðingar á íslensku og Apertium-þýðingarkerfið

Höfundar

  • Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.18.8

Útdráttur

Máltækni og vélþýðingar hafa verið í örri þróun á undanförnum áratugum. Greint er milli þriggja megintegunda vélþýðinga eftir því hvort þær byggjast á tölfræði, reglum eða dæmum. Í greininni er sérstaklega fjallað um vélþýðingarkerfið Apertium. Því var upphaflega ætlað að þýða milli náskyldra tungumála. Nú ræður það við miklu fjölbreyttari og málfræðilega ólík tungumál. Apertium-kerfið er opinn hugbúnaður sem allir geta tekið þátt í að þróa. Það er því einn besti kostur sem völ er á til að rannsaka og þróa vélþýðingarkerfi fyrir íslensku. Apertium-kerfið hefur þægilegt viðmót og þýðir á örskammri stund af íslensku yfir á ensku eða sænsku. Ákveðnar takmarkanir eru þó enn á kerfinu, t.d. hvað varðar orðaforða og margræðni.

Niðurhal

Útgefið

2016-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar