Samspil máls og merkingar.

Um litaheiti í íslensku táknmáli

Höfundar

  • Þórhalla Guðmundsdóttir Beck Háskóli Íslands Höfundur
  • Matthew Whelpton Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.21.5

Útdráttur

Brent Berlin og Paul Kay ullu straumhvörfum í merkingarlegum rannsóknum á litaheitum með útgáfu bókar sinnar Basic Color Terms árið 1969. Fram að þeim tíma hafði verið talið að hvert mál hefði sína eigin hugtakaskiptingu, og í sambandi við litaheiti var sú hugmynd styrkt af þeirri staðreynd að litrófið er ein samfelld heild þar sem hvergi sjást greinileg skil á milli litbrigða. Þrátt fyrir gagnrýni á niðurstöður þeirra hafa margir séð nytsemina í aðferðafræðinni og nýtt til rannsókna á margvíslegum málum. Rannsóknin Evolution of Semantic Systems, 2011-2012, var ein af þeim og í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem fylgdi í fótspor hennar, Litir í samhengi, en hún gerði athugun á íslensku táknmáli. Táknmál eru að mörgu leyti mjög frábrugðið raddmálum, en svo virðist sem hugtakaskipting á sviði litaheita sé sú sama og í raddmálum. Fá kjarnahugtök, sem Berlin og Kay nefndu grunnlitaheiti, skipta upp litrófinu, en á milli þessara aðalhugtaka er meiri fjölbreytni.

Niðurhal

Útgefið

2019-08-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar