Lomber, spaddilía, basti, ponti ...

Um nokkur spænsk spilaorð í íslensku

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir Háskóli Íslands Höfundur

DOI:

https://doi.org/10.33112/ordogtunga.17.3

Útdráttur

Lomber var á sínum tíma geysivinsælt spil á Íslandi, einkum í lok 19. og á fyrri hluta 20. aldar en spilið hefur líklegast borist til landsins frá Danmörku um miðja 19. öld. Í greininni er fjallað um hugtök og heiti sem hafa fylgt lomberspilinu og nauðsynlegt er að hafa á takteinum til að geta spilað það. Spilaorðin, sem um ræðir, eiga uppruna suður á Spáni þar sem lomber var fyrst spilaður, að því menn telja á 14. öld. Þau sem hafa fylgt spilinu að sunnan og norður til Danmerkur og Íslands eru meðal annars bastispaddilíamanilíamatadorkoðradilla, ponti, ásamt sjálfu heiti spilsins, lomber.

Niðurhal

Útgefið

2015-06-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar