Af "setubingum" og "hugvitsverkfærum"

Orðfæri í Ferðabók Tómasar Sæmundssonar

  • Marion Lerner Háskóli Íslands
ferðabækur, orðfæri, nýyrði, þ´ýðingar, Fjölnismenn, Tómas Sæmundsson

Útdráttur

Á árunum 1832-1834 ferðaðist Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson um Evrópu og víðar og tók þannig þátt í evrópskri menntahefð Grand Tour-ferðalaga. Eftir heimkomu samdi hann uppkast að ferðabók sem honum tókst hins vegar aldrei að ljúka. Löngu síðar tók Jakob Benediktsson saman drögin og Ferðabók Tómasar Sæmundssonar kom út 1947. Í greininni er stuttlega farið yfir sögu bókarinnar, markmið með henni og viðhorf Tómasar til málnotkunar. Síðan er sjónum sérstaklega beint að orðfæri í bókinni. Höfundur stóð frammi fyrir tvíþættum vanda. Í fyrsta lagi treysti hann ekki íslenskufærni sinni og fannst nauðsynlegt að láta leiðrétta texta sína, ekki síst til að uppfylla strangar kröfur annarra Fjölnismanna. Í öðru lagi þurfti hann að koma til skila þekkingu sem hann aflaði sér í útlöndum og var því á erlendum tungumálum. Viðfangsefni bókarinnar er framandi menningarheimur og margt sem íslenskum lesendum var ekki kunnugt um og skorti orðaforða yfir. Í viðleitni sinni til að nota sem fæstar erlendar slettur og tökuorð stundaði höfundur umfangsmikla nýyrðasmíð en til betri skilnings lét hann oft fylgja erlend orð eða aðrar útskýringar.

Heimildir

Bjarni Vilhjálmsson. 1944. Nýyrði í Stjörnufræði Ursins. Skírnir 118: 99–130.

Brilli, Attilio. 1997. Als Reisen eine Kunst war. Vom Beginn des modernen Tourismus: Die ‘Grand Tour’. Berlin: Klaus Wagenbach Verlag.

Buzard, James. 2002. The Grand Tour and aft er (1660–1840). Í: Peter Hulme og Tim Youngs (ritstj.): The Cambridge Companion to Travel Writing. Cambridge: Cambridge University Press, bls. 37–52.

Grand Tour. Adliges Reisen und europäisch e Kultur von 14. bis zum 18. Jahr hundert. 2004. Ritstj.: Rainer Babel og Werner Paravicini. Ostfildern: Jan Thorbecke Verlag.

Gunnlaugur Oddsson. 1819. Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum. Kaupmannahöfn: Þorsteinn E. Rangel.

Jakob Benediktsson. 1947. Inngangur. Í: Ferðabók Tómasar Sæmundssonar, bls. VII–XIX. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Jón Helgason. 1941. Tómas Sæmundsson. Æfi ferill hans og æfi starf. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

Lerner, Marion. 2013. „Aus einem Brief aus Island“ von Tómas Sæmundsson im Kontext seiner Grand Tour. Milli mála. Tímarit um erlend tungumál og menningu. 5: 95–123.

Martin, Alison E. og Susan Pickford. 2012. Introduction. Í: Alison E. Martin og Susan Pickford (ritstj.): Travel Narratives in Translation, 1750–1830. Nationalism, Ideology, Gender, bls. 1–24. New York / London: Routledge.

Ólafur Gíslason. 2012. „Augu mín opnuðust og eg sá hin fögru löndin.“ Grand Tour Tómasar Sæmundssonar. Skírnir 186(2):338–375.

Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Á vefsíðu OH: htt p://www.arnastofnun.is/page/ritmalssafn (25. september 2014).

Tómas Sæmundsson. 1835. Úr bréfi frá Íslandi, dagsett u 30ta jan. 1835. Fjölnir I:48–94.

Tómas Sæmundsson. 1907. Bréf, gefi n út á hundrað ára afmæli hans 7. júní 1907. Búið hefur til prentunar Jón Helgason. Reykjavík: Sigurður Kristjánsson.

Tómas Sæmundsson. 1947. Ferðabók Tómasar Sæmundssonar. Jakob Benediktsson bjó undir prentun. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.

Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson (ritstj.). 1994. Íslensk stílfræði. Reykjavík: Mál og menning.

Þórir Óskarsson. 2003. „Hið fagra, góða og sanna er eitt.“ Tómas Sæmundsson og fagurfræði Fjölnis. Andvari 128:90–110.

Útgáfudagur
2015-06-01
Tegund
Ritrýndar greinar