Þveit
Útdráttur
Greinin fjallar um uppruna örnefnisins Þveit sem á Íslandi þekkist einungis sem nafn á stöðuvatni í Austur-Skaftafellssýslu. Samsvarandi nafnliður er hins vegar vel þekktur í örnefnum í Skandinavíu og Danmörku, bæði einn sér og sem síðari liður nafns, og hann kemur einnig fyrir í Bretlandi og Frakklandi þar sem voru norrænar byggðir á víkingaöld. Einkum er þessi nafnliður algengur í bæjarnöfnum. Fjallað er um uppruna og merkingu orðsins þveit (og samsvara í öðrum norrænum málum), aldur og útbreiðslu örnefna sem leidd eru af því og mögulegan uppruna íslenska nafnsins. Niðurstaðan er sú að það kunni að eiga rætur í þeirri venju að höggva vakir eða raufar í ísinn vegna vetrarveiða, en merkingin 'rás höggvin í ís' er þekkt úr norskum mállýskum.