Í áttina að samfelldri orðabók - nokkrir megindrættir í Íslensku orðaneti

  • Jón Hilmar Jónsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
rafrænar orðabækur, hugtakaorðabækur, orðanet, samheiti, flettumyndir, orðastæður, orðasambönd

Útdráttur

Í greininni er því haldið fram að ítarleg orðabókarlýsing í rafrænni orðabók verði að hvíla á nýjum og víðtækari grunni en áður hefur verið mögulegt í þeim prentuðu orðabókaverkum sem lengi hafa haft mótandi áhrif á orðabókagerð. Í stað þess að einblína á einstök uppflettiorð og mismunandi merkingu þeirra er nauðsynlegt að afmarka fyrst merkingarleg vensl innan orðaforðans, bæði m.t.t. orða og orðasambanda, og byggja þar á kerfisbundinni greiningu á orðastæðum og öðrum orðasamböndum.  Því er lýst hvernig slík greining getur tengt merkingarlega og formlega þætti í orðasmböndum og hvernig notendur geta notfært sér mismunandi leitarmöguleika ef boðið er upp á samþætta leit. Framsetningu slíkrar orðabókarlýsingar er lýst frekar með tilvísun til verkefnisins <i>Íslenskt orðanet</i> sem nú er unnið að.

Útgáfudagur
2020-07-23
Tegund
Smágreinar