Að kaupa til karnaðar sér ambátt

  • Guðrún Þórhallsdóttir Háskóli Íslands
karnaðr, kör, að kaupa ambátt frelsi, íslensk málsaga, orðsifjar, söguleg beygingar- og orðmyndunarfræði

Útdráttur

Greinin fjallar um forníslenska stakyrðið karnaðr, sem er varðveitt í Konungsbók Grágásar, þar sem ráða verður merkingu þess og myndun af orðunum at maðr kaupi til karnaðar sér ambátt. Í 2. og 3. kafla er sagt frá hugmyndum fræðimanna um merkingu og uppruna orðsins karnaðr, m.a. framlagi Ásgeirs Blöndal Magnússonar í Íslenskri orðsifjabók. Í 4. og 5. kafla er fjallað um þá setningu Konungsbókar, sem geymir orðið karnaðr, og hún borin saman við þá lítt breyttu gerð sem varðveitt er í Staðarhólsbók. Þá verður dregin sú ályktun að það að kaupa til karnaðar sér ambátt hafi átt við það að leysa konu úr ánauð til að flytja hana inn á heimili sitt, en orðið karnaðr vísi ekki beint til kynlífs eins og margir hafa haldið fram. Í 6. kafla er lagt til að karnaðr hafi merkt ‘umönnun’, en nánustu skyldmenni þess séu físl. no. kǫr ‘ellihrumleiki’, gotn., fs. kara, fe. cearu ‘áhyggja, umhyggja’ og fhþ. kara ‘kveinstafir’ (< frgerm. *kar-ō < frie. no. *gor-eh2 (af frie. rótinni *ger- ‘hrópa, æpa, kvarta’).

Útgáfudagur
2020-08-07
Tegund
Ritrýndar greinar