Towards a Diachronic Analysis of Old Norse Icelandic Color Terms

The Cases of Green and Yellow

  • Kristen Wolf Department of Scandinavian Studies University of Wisconsin-Madison
litaheiti, hugræn málvísindi, grænn, gulur, málfræðileg flokkun

Útdráttur

Í tímamótarannsókninni, Basic Color Terms (1969), sem nær yfir mæri menningarheima, færa Brent Berlin og Paul Kay rök fyrir því að litahugtök bætist við tungumál eftir ákveðinni reglu sem er í eðli sínu alþjóðleg. Þeir bera kennsl á ellefu grundvallarflokka lita og halda því fram að þeir varpist kerfisbundið á samsvarandi litaorð í tilteknu tungumáli í sjö stigum: I: hvítur og svartur, II: rauður, III: grænn eða gulur, IV: gulur eða grænn, V: blár, VI: brúnn og VII: fjólublár, bleikur, appelsínugulur og grár. Í greininni er litið á þrep III og IV hjá Berlin og Kay, þ.e.a.s. kynningu á hugtökum fyrir grænan og gulan lit í fornnorsku og forníslensku.

Rannsóknin sýnir fram á með málvísindalegri flokkun um hvaða hluti orðin grænn og gulr eru notuð og sýnir á grundvelli tíðni þeirra í fornnorskum og forníslenskum textum að þrátt fyrir að grænn virðist oft notað í þrengra samhengi án tillits til litarins og frekar í óhlutbundnu merkingunni 'frjósamur' ætti að telja það orð stigi á undan gulr, þrátt fyrir að gulr komi fram sem lýsingarorð um lit í frumindóevrópsku (*ghel-) og frumgermönsku (*gelwaz), meðan grænn kemur ekki fyrir fyrr en í frumgermönsku (*gro:njaz). Orð leidd af gull (gull-, gullinngylltr) og bleikr virðast hafa verið aðalhugtökin sem notuð voru til að lýsa litnum gulr í elstu textum. Þegar gulr fer að koma fram bendir merkingarsamhengið til þess að megininntak orðsins hafi verið 'skínandi' og að notkun þess sem eiginlegs litarhugtaks hafi komið fram síðar og um sama leyti og bleikr fór að fá afmarkaðri merkingu.

Útgáfudagur
2020-08-10
Tegund
Ritrýndar greinar