Samband forsetninga og samsettra orða
Útdráttur
Forsetningarnar undan og á undan eru hluti af því kerfi forsetninga í íslensku sem vísa með kerfisbundnum hætti til staðar og tíma. Kerfi þetta hefur breyst í grundvallaratriðum frá fornu máli fram til nútímans. Helsta breytingin er sú að í fornu máli og fram til um 1500 vísaði fs. undan einungis til staðar en eftir 1500 getur hún einnig vísað til tíma. Af þessu leiðir að samsett orð sem hefjast á undan- og vísa til tíma hljóta að vera ung í málinu. Af sömu ástæðu hlýtur nafnorðið undanfari í merkingunni ‘sá sem fer á undan’ að vera eldra en undanfari í merkingunni ‘það sem gerist á undan’. Í greinarinnar er fjallað um samsett orð sem hefjast á undan-. Kannað er annars vegar hvort orð af þeirri gerð séu til vitnis um þá breytingu sem minnst var á og hins vegar hvort aldur þeirra og merking samræmist þeim tíma sem ætla má að breytingin hafi orðið.
Heimildir
Textar
Gr = Guðni Jónsson. 1936. (útg.). Grettis saga Ásmundarsonar ... Íslenzk fornrit VII. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
Íslhóm = Andrea de Leeuw van Weenen. 1993. (útg.). The Icelandic Homily Book. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
Reyk = Agnete Loth. 1969-70. (útg.). Reykjahólabók. Islandske helgenlegender. I—II. København. (Editiones Arnamagnæanæ, Series A, vol. 15-16).
Heimildir
Chomsky, Noam. 1965. Aspects of the Theory of Syntax. Cambridge, Massachusetts: The M.I.T. Press. Massachusetts Institute of Technology.
Fritzner, Johan. 1954. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Nytt uforandret opptrykk av 2. utgave (1883-1896). Oslo.
Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Íslensk tunga II. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
Jón G. Friðjónsson. 2005. Kerfisbundnar breytingar á notkun nokkurra forsetninga í íslensku. Samspil tíma og rúms. Íslenskt mál 27:7-40. Reykjavík: Íslenska málfræðifélagið.
Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa aukin og endurbætt. Reykjavík: Mál og menning / Edda útgáfa.
Jón Hilmar Jónsson. 2001. Orðastaður. Orðabók um íslenska málnotkun. Önnur útgáfa, aukin og endurskoðuð. Reykjavík: JPV útgáfa.
Singleton, David. 2000. Language and the Lexicon. An Introduction. New York: Oxford University Press.
##submission.copyrightStatement##
##submission.license.cc.by-nc-sa4.footer##